Skák
22.7.2007 | 19:52
Það eru til ótal orðtök í Íslenskri tungu um skák... miklu fleiri en maður heldur...
Hér eru nokkur dæmi úr bókinni "Íslensk orðtök" eftir Sölva Sveinsson:
Komast í mát : Komast í vandræði,þrot.
Markmiðið í skák er að máta kóng andstæðingsins, þjarma svo að honum að hann geti sig hvergi hreyft. Þá er hann kominn í vandræði, ef ekki þrot, skákin unnin.
(margir bloggvinir eiga eftir að upplifa þetta í haust)
Tefla á tvær hættur: Taka áhættu með eitthvað.
Stundum taka menn áhættu í skák, fórna t.d. manni fyrir peð, en bæta stöðu sína á einhvern hátt í staðinn, máta jafnvel kóng andstæðiingsins. Hins vegar getur þetta mistekist.Þess vegna er sagt að menn tefli á tvær hættur þegar þeir leika tvísýnum leik.
(Brattur hefur hinsvegar það mottó í skák að "fórna aldrei drottningu fyrir peð", þetta er svona ákveðin stuðningur við jafnréttisbaráttuna og við góðar konur, þ.e. drottningar).
en áfram í bókina:
Tefla við páfann : Ganga örna sinna, kúka. (þetta síðasta orð er ekki mikið notað á þessari síðu, en nauðsynlegt að hafa þetta orðrétt upp úr bókinni; innsk. Brattur)
Ekki er þetta beinlínis runnið úr skáktafli. Íslendingar lögðu af kaþólska trú árið 1550 og tóku upp lúterskan sið kristinnar. Þetta orðtak er til að niðurlægja páfann, yfirmann kaþólskra, og líklega búið til fljótlega eftir að hinn nýji siður var lögleiddur.
"Gangi þið bara á undan mér, " sagði Símon, "ég þarf nauðsynlega að tefla við páfann. Ég næ ykkur þegar ég hef mátað hann."
Þá er tilvitnunum lokið úr þettari ágætu bók, en eftir eru t.d. ortök eins og að "Bæta úr skák" "Skáka í því skjólinu" "Það eru brögð í tafli" "Tefla djarft" "Um eitthvað að tefla" "Sjá sér leik á borði".
Skák er því ekki bara skák... hún snýst um persónuleika... hver er til dæmis sjá sem er líklegastur til að tefla djarft????
Athugasemdir
Líklegastur til að tefla djarft ?
Ægir hreyfir líklega ekkert annað en peðin af því hann verður svo upptekinn af að halda pilsinu niðri.
Halldór notar biskupana ótæpilega en hvort hann hitti páfann, ætla ég ekki að tjá mig um, né skipta mér af.
Kristjana gæti orðið djörf. Mér sýnist hún til alls líkleg. Ef hún sér að þið eruð að vinna hana - sem á að vinna mótið - já......... það er hún sem teflir djarfast og stundum allt að því dónalega.
Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 20:11
hahahaha... þar hittir nú skrattinn ömmu sína held ég, skákstíll minn er "allt upp í loft" höggva mann og annan, fórna út og suður.".. nema drottningunni... þar dreg ég mörkin... en djarfur er ég...... en hlakka til að sjá "allt að því dónalega" takta Önnu P. við skákborðið...
Brattur, 22.7.2007 kl. 20:18
... spurning um stíl "Austfjarðarþokunnar"... held hún sé svolítið í skotgröfunum... bíði átekta og leiði svo andstæðingana í gildru... hún er ekki eins saklaus og hún lítur út fyrir að vera...
Brattur, 22.7.2007 kl. 20:20
Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 20:25
Austfjarðarþokan = KristJana
Brattur, 22.7.2007 kl. 20:27
Eigum við að banka uppá hjá Tuðaranum ? Annars nenni ég ekki að tuða í kvöld. Skemmum síðuna hans með skemmtilegheitum og bragháttum...... ha ?
Anna Einarsdóttir, 22.7.2007 kl. 20:40
Hver er tuðarinn?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.7.2007 kl. 22:56
... Tuðarinn er hann Halldór... sjá bloggvinir mínir á síðunni....
Brattur, 22.7.2007 kl. 23:00
Var að lesa færsluna þína um Langanes: Er þessi ljóðabók sem þú gafst út ennþá til í bókabúðum eða er hægt að kaupa eintak af þér?
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2007 kl. 08:37
... örugglega ekki til í bókabúðum... ég á smávegis af 2 þeirra sem ég gaf út, en sú þriðja er búinn... ég geng reyndar með það í maganum að gefa út 1 enn... og þetta Langarnesljóð var bara æfing í því að sjá hvort ég gæti eitthvað ennþá svo er ég reyndar kominn af stað með að gefa út "Æskuljóð" sem komu út áður í bók sem heitir "Norðaustan ljóðátt" og er búinn að plata gamla skólastjórann minn Kristinn G. Jóhannsson til að myndskreyta... nú þarf ég bara að fá hugmyndir hvernig ég fjármagna það dæmi... en það finnst mér mjög spennandi...
Brattur, 23.7.2007 kl. 09:47
Ég skal gefa þér þúsundkall.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 10:53
... takk kæra Anna... vissi ég gæti treyst á þig
Brattur, 23.7.2007 kl. 11:10
Ég skal líka hjálpa þér að árita ef þú verður mjög vinsæll.
Í gær flaug fugl undir bílinn minn, svo nú þarf að bæta fyrir syndir sínar með átta góðverkum í dag........ komin þrjú. Ég hleypti hundinum út að pissa áðan.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 11:15
...heyrðu, veistu það að ég þakka oft fyrir það að hafa ekki lent í því að verða frægur... það getur varl verið skemmtilegt...aumingja fuglinn... þegar ég er að keyra úti á þjóðvegum þá er eins og ég sé í svigi... alltaf að reyna að sleppa við fuglana... enda örugglega einhverntíman út í skurði... ég held þú þurfir ekki að gera mörg góðverk út af þessu... þú ert alltaf svo góð.... og átt mikið inni
Brattur, 23.7.2007 kl. 11:19
Ekki draga úr mér Brattur minn.... ég er komin í góðverkagírinn.
Annars hef ég heldur ekki keyrt yfir fugl áður og bjargað mörgum flugum frá drukknun. En hefði aðeins getað bjargað þúfutittlingi heitnum.... með því að láta bílinn hoppa. Og það kann ég ekki.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 11:25
... já, haltu bara áfram í góðverkunum... það er um að gera að leggja inn, maður veit aldrei hvenær maður þarf að taka út...
Brattur, 23.7.2007 kl. 11:30
Nú er komið að Dóra að veita verðlaun....... versta hnoðið.
Ertu í fríi ?
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 11:36
... já, það er úr mörgu að moða þarna hjá Dóra... annars fannst mér ég sjálfur vera með besta saknaðarljóðið á síðunni þinni og er þegar búinn að veita mér verðlaun...
(minnir mig á það - hvert á að senda Heineken kassan)
Ég hlusta
og heyri hestanna hófatak
þeir um Löngufjörur ríða
enn verð ég einmana að bíða
Er þetta ekki mikill söknuður?
Nei, ég er í vinnunni, að stelast... sem ég geri reyndar aldrei... vinn frá 8 á morgnanna til 18 - 19 (stundum lengur) tek 1 klukkutíma í mat... aldrei kaffi...(te)...
Brattur, 23.7.2007 kl. 11:44
Heinikeninn kemur þú bara með á mótið........ og við drekkum hann öll saman. (Góðverk númer fjögur).
Jú Brattur....... þú hefur greinilega verið með kramið hjarta af söknuði.....
Ég ætla að skoða bull gærdagsins og tilnefna versta ljóðið - og vona að Halldór taki nú einu sinni mark á mér.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 11:50
já, farðu í dómarastætið með Halldóri, ekki veitir af... mörg voru ljóðin og koma flest til greina... þarf ég þá ekki að smjaðra fyrir þér núna? mig langar svo í þessi verðlaun; "Versta ljóðið"... viltu halda pínulítið með mér
Annars verð ég lítið inni í kvöld og einnig á morgun... komið að þér að sakna...
Brattur, 23.7.2007 kl. 11:57
Ægir, þú ert ráðinn....
Brattur, 23.7.2007 kl. 11:58
Jú Brattur....... ef ég fæ að ráða vinnur þú núna. (Góðverk nr. 5)
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 12:24
... kominn í 2 þúsund kall... allt á uppleið... jú, sko ykkar verður sko getið.... á öllum blaðsíðum
Brattur, 23.7.2007 kl. 13:05
Jæja Brattur minn. Nú er kannski komið að kveðjustund. Ég gerðist dónakona og setti klámmynd á bloggið mitt. Ef mér verður lokað, kem ég aftur. Verð afturganga. (Nú þarf ég líklega að gera átta góðverk í viðbót....... byrja á að hleypa hundinum út að pissa).
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 14:03
... Anna þó...... hundurinn, fer hann 8 sinnum út að pissa á dag...
Brattur, 23.7.2007 kl. 15:26
Halldór er alltaf að láta sinn pissa, svo ég hélt að það ætti að vera svona.........
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 15:40
Ég er búin að ákveða hvaða ljóð gærdagsins ég tilnefni........ innihaldslausasti kveðskapurinn. Hnoðari þess er Brattur ! Surprice kallinn minn.
Nú langar mig í ...
mjólkurkex
en ekkert á
svangur varð ég eftir sex
og ekkert smá
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 16:54
jjjjjjjjbbbbbbbííííííííí................... loksins, loksins hlýt ég viðurkenningu fyrir skáldskapinn....
LIFI FJALlDRAPINN OG ÖLL HANS FJÖLSKYLDA!!!!!!
... en Anna, fannstu ekkert innihald í þessu látlausa ljóði
Brattur, 23.7.2007 kl. 17:14
Jú ef ein kexkaka er innihald í kveðskap. Ég er líklega ekki nógu nægjusöm.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:24
... en ég er engu að síður mjög hrærður og þakklátur í hjarta mínu....
Brattur, 23.7.2007 kl. 17:29
... Anna, kanntu að leiðrétta þitt eigið comment eftir að hafa sent það?
Brattur, 23.7.2007 kl. 17:30
Nei Brattur. Sá sem þú kommentaðir hjá getur hins vegar eytt því.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:35
Varstu að klúðra einhverju ?
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:35
... nei, nei... ekkert stórt... sé stundum leiðinlega stafsetningarvillur, þar sem ég nenni ekki alltaf að nota púkann...
Brattur, 23.7.2007 kl. 17:39
Aldrei nota ég púkann...... er púki sjálf.
Þú hefur örugglega ekki aðgang að öðrum bloggum til að leiðrétta.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:41
... nei, er að meina hjá sjálfum mér... t.d. eitthvað hér fyrir ofan...
... ég notaði Púkann í ljóðakeppninni "Versta ljóðið" þess vegna vann ég
Brattur, 23.7.2007 kl. 17:44
Hroðaleg hrákasmíð hjá þér Brattur. Þarf sérstaka snilligáfu til að koma með svona algera kexmylsnu.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:49
.. heyrðu, þetta eru dásamleg ummæli um verðlaunaljóðið... snilligáfan er náttúrulega til staðar og alltaf stutt í kexmylsnu... annars fékk ég mér hálfa Frón kremkex áðan... óttalega væmið miðað við mjólkurkexið.... minnir mig á það ég þarf að kaupa mér pakka á leiðinni heim...
Brattur, 23.7.2007 kl. 17:52
Reyndu að kaupa stóran mjólkurkex svo hugurinn haldist þokkalega skýr frameftir vikunni.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:56
... já, geri það... ég var alveg viðþolslaus í gærkvöldi... endaði í þunnu hrökkbrauði... og hugurinn allur í móðu....
Brattur, 23.7.2007 kl. 18:02
Það hlaut að vera..... það hrökk líka ýmislegt óvænt útúr þér !
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 18:03
... Anna orðheppna... af hvaða skáldum ertu annars komin???????
Brattur, 23.7.2007 kl. 18:07
Æi, ég er alltaf að reyna að muna þetta. Held að Þorsteinn Erlingsson hafi verið langafabróðir minn. En svo vorum við faðir minn oft í krossgátum og uppfinningum svo líklega á hann stóran hlut í málfari mínu.
Og takk fyrir strokuna.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 18:18
... já, það leynir sér ekki, mjög skemmtilegt málfar og orðheppin með afbrigðum.... strok-strok-strok...
Brattur, 23.7.2007 kl. 18:44
Ekki meira ! Þú strokar mig út.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 19:04
... Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir!
... nú er maturinn komin í ofninn og þvotturinn í þvottavélina... á eftir ætla ég að skjótast út og hitta hana Vilborgu bloggvinkonum mína... hana hef ég líklega aldrei séð, en þó gæti það verið fyrir 35 árum eða svo... ég læddi að henni þeirri hugmynd að hafa ball á þeim sögufræga stað Ketilás í Fljótum á næsta ári og smala saman hippunum sem þar voru í gamla daga... hún tók mig á orðinu og boðaði fund....
Brattur, 23.7.2007 kl. 19:23
Vertu fundarstjóri.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 19:36
... tókstu út hestafærsluna... ég sem var byrjaður að ráða drauminn....
Brattur, 23.7.2007 kl. 19:47
Já maður...... þetta var OF klikkað.
En mig dreymdi samt að hestur settist á hausinn á mér.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:01
hehehe... var það ekki svolítið þungt... ég ætla að hugsa um þennan draum samt, hann er merkilegur....
Brattur, 23.7.2007 kl. 20:04
Jú, aðallega frekar subbulegt. Ég sneri höfðinu upp !
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.