Lítil þorp

Ég ferðast talsvert í vinnu minni um norðausturhorn landsins... þegar maður keyrir um og stoppar í litlu þorpunum þá verður ekki hjá því komist að sjá það sem hefur verið að gerast á Íslandi undanfarin ár... það er allt í vörn... ómáluð hús... tóm hús... færra fólk og óöryggi... fólkið kannski að bíða eftir að það komi einhver og bjargi því... en það verður ekki þannig, það kemur engin til þess að bjarga... pólitíkusar hafa kannski einhvern vilja, en þeir virðast ekki geta áorkað neinu til að snúa þessu ástandi við... fólkið verður að treysta á sig sjálft og vita það... Þórshöfn á Langanesi, er einn þessara staða... sem maður veit ekki hvað verður um.... í haust þá hætti rekstraraðilinn sem var með matvörubúiðna á staðnum.... það var ekki öruggt að það yrði opnuð matvöruverslun aftur á Þórshöfn... en til allra lukku, þá kom sterkur aðili að rekstrinum og matvöruverslunin hélt áfram... þess vegna er ég nú að skjótast af og til þangað...
... mikið þykir mér vænt um þessi litlu þorp og fólkið... vona að byggð haldist í þeim og í öllu landinu....

Var þarna í byrjun vikunnar... svaf á gistiheimili á staðnum.... var þreyttur og sofnaði klukkan hálf níu um kvöldið... vaknaði aftur um klukkan ellefu um  kvöldið... sólin skein inn um gluggann og ég gerðist skáldlegur....

Ég og Langanesið.

Og þarna
settist hún sólin
eldrauð í framan
eftir erfiði dagsins

þokublátt Langanesið
teygði sig út í hafið
eins og það væri
á leiðinni eitthvert

ég sem var gestur
í dökkbrúnu bjálkahúsi
fylgdist með í lotningu

hér ætlaði ég að hvílast í nótt
safna kröftum

á morgun yrði ég líka
á leiðinni eitthvert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Frábært ljóð. Þú ert sennilega talandi skáld.  Ertu Þingeyingur?  Eða kannski Húnvetningur?  

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.7.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Brattur

... ég er Eyfirðingur með sterku Skagfirsku ívafi... ég er eiginlega það sem má kalla Tröllaskagapiltur... fæddur og uppalinn á Ólafsfirði... þar sem einangrunin var algjör... ætli maður hafi bara ekki ruglast þarna strax í æsku...

En Jana... það er rétt... merkilegt að ná ekki krökkum í lið í 1000 manna bæ.... hvað með barneignir... eru allir bara komnir með hund eins og Alferð Gíslason sagði einu sinni:

Þjóðverjar nenna ekki að einast börn lengur; þeir eiga bara hunda; annarhvor Þjóðverji er nú hundur!

Brattur, 20.7.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þetta er býsna gott ljóð hjá þér, spurning hvort þú ættir ekki að fara að safna í aðra bók. Þú varst flottur í Vinaslóð - frábær ljóðin þín þar. Þar er ljóðið um þig sjálfan einna best sem er svona:

Ég leit í spegilinn í morgun
Og sá að hann var orðinn gamall

Ég fór út í BYKO og keypti mér nýjan
Hengdi hann upp, fægði og pússaði

Leit svo í hann og sá
Að það var ég
Sem var orðinn gamall

Eins og ég segi, snilldarskáld;-)

Lára Stefánsdóttir, 20.7.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Brattur

... Lára klára... þykist þú nú hafa vit á skáldskap

Brattur, 20.7.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Brattur

... bræður pabba þíns... nú ég verða smá forvitinn.... ég reyndar flutti í burtu 17 ára(áður en þú fæddist, líklega) hélt ég væri orðinn stór og til í að sigra heiminn... ég er svo búinn að komast að því að maður verður líklega aldrei stór og heimurinn, ja snýst nú bara áfram hvað sem maður spriklar.... svo á ég ættinga á Eskifirði!

Brattur, 20.7.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Brattur

... nei, nei, Jana mín... ég er ekki viss um að það borgi sig...  heyrðu ég var að reyna að yrkja saknaðarljóð á síðunni hennar Önnu... eigum við ekki að reyna að kasta grátljóðum af og til inn til hennar þar til á sunnudaginn... annars heldur hún að engin sakni hennar... við verðum að vera vinir í raun...

Brattur, 21.7.2007 kl. 00:05

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dúddelí - firna finnst mér þetta gott ljóð, sama hvað allir segja.....

Byggðir Íslands, yfirgefnishugtakið, vá, ræðum síðar.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 00:52

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

PS:  Gísli, hvaða ættingja áttu á Eskifirði?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 22:36

9 Smámynd: Brattur

... það er engin önnur en hún Lauga frænka. (og hennar afkomendur).. móðursystir mín og konan hans Alla ríka...

Brattur, 21.7.2007 kl. 22:53

10 Smámynd: Halla Rut

Þetta er svo sorglega satt hjá þér. 

Halla Rut , 22.7.2007 kl. 01:42

11 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Heyrðu Gísli,

ég hafði ekki áttað mig á því að þú ert gott skáld. Ég verð endilega að ná mér í þessa bók sem Lára vitnar í hér að ofan.

Þetta spegilkvæði er alger snilld.

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2007 kl. 08:35

12 Smámynd: Brattur

... þú hefur samband þegar þú kemur upp Ásgeir...

Brattur, 23.7.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband