Úrslitin komin!!!!
18.7.2007 | 23:38
Þá er komið að því að tilkynna úrslitin í ljóðakeppninni:
Who will be the next greatest poet in Iceland, ever.
Í 1. sæti er ljóðið :
Ég beið þín lengi, lengi!!!!!!!! eftir Önnu P. Einars
Innilega til hamingju Anna.
Anna hlýtur því titilinn "The next greatest poet in Iceland,ever"
Ég beið þín lengi, lengi
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve lengi ég beið þín
ó ég er að verða snaróð
ó ég skammast svo mín
ó ég meiddi mig í fingur
ó ég er jú vitleysingur
en svo kemur þú á bloggið
hér á bloggið til mín.
Um verðlaunarkvæðið segir Brattur yfirdómari:
Höfundur tjáir sig á Ó-venju opinskáan hátt með mörgum Ó-um og fjallar um innstu tilfinningar með nýjum blæ sem ekki hefur áður sést í kveðskap. Það væri nú meiri andskotans dómarinn sem ekki félli fyrir þessu.
Í öðru sæti er:
Andskotans aspirnar!!!!!!!!!!!!! Eftir Halldór frá Asparfelli.
Dóri með Ösku að pissa fór, (Altso Ösku)
var lengur en til stóðu efni.
Þurfti nefnlega að vökva tré stór,
hverrar tegundar ekki nefni. (Andskotans aspir)
Yfirdómarinn segir um þetta ljóð:
Andskotans aspirnar er lítið ljóð með stórt hjarta. Höfundur hefur áhyggjur af hlýnun jarðar og vill ekki láta sitt eftir liggja til þess að kolefnisjafna alla þá mengun sem tíkin hans lætur út í andrúmsloftið. Skemmtilegar orðskýringar lyfta ljóðinu í hæstu hæðir.
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir! Alger snilld.
Lára Stefánsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:45
Jíhaaaaaaa
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:46
Þar sem sigurvegarinn hefur ekki enn kveðið sér hljóðs, bíð ég í eina mínútu , max. með mitt síðasta innslag þennan daginn.
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 23:47
Þið eruð ótrúlega skemmtilegir og gefandi bloggvinir.
Ég er miður mín að vera án tölvusambands fram á sunnudag..... á eftir að sakna ykkar ýkt geggt rosalega.
Takk takk fyrir mig. Þetta er einn mesti heiður sem mér hefur hlotnast.
Og Halldór...... ég man alveg dílinn. Og þegi þú Arnfinnur !
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:49
...Góð nótt Ægir, segðu konunni að þú hafir verið valinn "Vinsælasti" keppandinn og þú færð utanlandsferð með konunni (hún borgar) í verðlaun...
Brattur, 18.7.2007 kl. 23:50
... lifi Fjalldrapinn og öll hans fjölskylda!
Brattur, 18.7.2007 kl. 23:51
Til hamingju Anna!! Þú ert vel að sigrinum komin. Brattur, sem eftirlitsdómari á væntanlegu skákmóti í september, er það mér mikil ánægja að fá að þakka þér vel unni störf. Eftir sit ég með sátt ennið, já sátt, en ekki sárt, 8 líra af rauðvíni og það er verið að henda mér út hjá Didda bróðir! Allir sognaðir nema konan hans og hún þarf ekki að segja eitt einasta orð til koma sínu á framfæri. I´m out of here! Ætla samt að reyna aftur heima, hvort nýja draslið virkar. Aðrirkeppinautar .: Kær kveðja og þakkir fyrir bráðskemmtilega keppni Vonandi ekki sú eina slík
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 23:52
Anna sigurvegari, hvaða tegund var þetta aftur????
Brattur, 18.7.2007 kl. 23:52
Ég set nú inn eina færslu á eftir - sem þið megið leika ykkur með ef þið viljið
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:53
Takk Halldór, silfurverlaun eru nú ekki svo slæm...
Brattur, 18.7.2007 kl. 23:53
Bara sú fyrsta af mörgum Halldór. Til lukku með annað sætið.
Heiniken
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:54
Brattur (Hvíslað á hraðferð) Er ekki annars opið hjá Önnu fram á sunnudag??) Er farinn í bili. Hún er alveg at tapa sér frúin.
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 23:54
... já Anna... það líst mér vel á... mýsnar dansa meðan kötturinn er upp til fjalla...
Brattur, 18.7.2007 kl. 23:54
jú... Halldór allt galopið....
Brattur, 18.7.2007 kl. 23:55
Anna ertu að fara Nyrðri Fjallabak?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 23:55
Já og til hamingju með verðlaunin
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 23:56
Löngufjörur á Snæfellsnesi. Fyrst enginn fer í fjörurnar við mig, fer ég bara sjálf í fjörurnar.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:56
... það gæti komið Marbendill upp á sandinn....
Brattur, 18.7.2007 kl. 23:59
Takk enn og aftur fyrir mig.
Ætla að setja inn smá færslu og klára að pakka og gera bylgjur.
Góða nótt !
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:59
Anna.: Ef það springur hja þér eða þú festir þig, þá hefuru bara samband og ég kem á Krúsa og dreg þig upp. Verð í nágrenninu.Ertu ekki annars af fara á hestbak???
Halldór Egill Guðnason, 19.7.2007 kl. 00:00
Marbendill !
Lífið er spennandi maður.
Anna Einarsdóttir, 19.7.2007 kl. 00:00
Jú Halldór. Takk takk og aftur takk. En hvernig hef ég samband ? Ok, sendi þér hugskeyti bara.
Anna Einarsdóttir, 19.7.2007 kl. 00:02
... já var hann ekki í galdraþulunni... góða skemmtun
Brattur, 19.7.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.