ljóð nr. 4 - 11
18.7.2007 | 22:25
í sæti nr. 11 er : Mý á taði höfundur : Anna P. Einars
í sæti nr. 10 er : Vangadansinn höfundur : Ægir Fúga
í sæti nr. 9 er : Ný frú höfundur : Imba la´Douche
í sæti nr. 8 er : Prósaljóð um baðferð höfundur : Jana Eskfjörð
í sæti nr. 7 er : Ég sakna þín Brattur höfundur : Halldór frá Asparfelli
í sæti nr. 6 er : Höfuðlausn höfundur : Anna P. Einars
í sæti nr. 5 er : Brattur mjólkurkex höfundur : Anna P. Einars
í sæti nr. 4 er : Folinn höfundur : Ægir Fúga
....................... þau 3 ljóð sem keppa því um þrjú efstu sætin í kvöld eru : úrslit birt kl. 23:00
Klóstið höfundur Jana Eskfjörð
Ég beið þín lengi ,lengi höfundur Anna P.Einars
Andskotans aspirnar höfundur Halldór frá Asparfelli
Athugasemdir
Frábært ! Við erum næstum öll komin í úrslit. Ég er búin að gleyma ljóðinu mínu..... (ekki hefur það verið ógleymanlegt).... skrepp og skoða !
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:28
þar sem ég er dottinn út óverðskuldað að mínu mati, ætla ég mér að reyna að hafa áhrif á þessi þrjú sem keppa til úrslita. Ekki spurning í mínum huga. Anna á að vinna þetta. Blót er alldrei til batnaðar. Ég er að sjálfssögðu spennt, en ég ætla að leggja mig hjá henni Gabríelu Bóel, syngja vögguvísur og segja lygasögur, kem aftur fyrir ellefu og verð með í úrslitunum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 22:31
Þú manst samninginn Kristjana ? 1. og 2. sætið og tvo bjórana ? Ég á bara aðeins eftir að díla við Halldór.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:31
Ó takk Imba a la.... Sætt af þér.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:32
... 2 steplur og 1 strákur í úrslitum... og þegar byrjað að semja... þið hafið 27 mín. til að smjaðra fyrir dómaranum... Dóri greyið er víðs fjarri og á erfitt með kosningabaráttu sína...
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:35
Heldurðu virkilega að við beitum brögðum Brattur ?
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:36
Brattur ég skora á þig, en Gabriela Bóel bíður og ég þarf að hlaupa.
kem aftur eftir 20 mín og legg aftur inn orð fyrir Önnu. Þú sérð það bara á myndunum öllum að ANNNNNNNNA er Laaaaaaaaaaaangsætust.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.7.2007 kl. 22:38
Ef ljóðakeppni ég sigra hratt
ætíð mun ég elska hann Bratt
Bestur er hann, það segi ég satt
svo frábært að eiga við hann tjatt.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:39
Nei kallinn minn...... ég fer sko ekki að smjaðra fyrir þér.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:40
... nei... hvarflaði ekki að mér, Anna... þið eruð ekki brögðóttar... annars verð ég að segja ykkur Jönu það að ég gékk fram hjá niðursuðuhillu í matvörubúð um daginn... þar var krukka sem á stóð "súrsætar gúrkur"... og þá datt mér allt í einu þið í hug... merkilegt
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:40
ÆGIR lúúúúúser !
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:41
... Kæri Ægir, þú varst flottur... og leitt með utanlandsferðina... en aldrei að vita hvað gerist enn....
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:42
Kom frændinn aftur til Kristjönu ?? Hann er eins og boomerang
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:42
Er utanlandsferð í verðlaun ?
Ægir, þú mátt alveg koma með mér ef ég vinn. Ég skammast mín smá... er búin að stríða þér oggolítið of mikið.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:45
Er að blogga úr tölvunni hjá Didda bróður!!!!! Ég vil byrja á að þakka dómara keppninnar fyrir þann mikla heiður sem mér er sýndur sem einn af þremur kandidötum um fyrstu verðlaunin (Keypti 5 lítra Brattur, ef það kynni að verða til þess að einhverjir jákvæðir straumar rynni í mína átt. Fékk nýja tölvu í dag, en kemst hvorki lönd né strönd með hana og brunaði því í Grafarvoginn til brósa, þar sem mig grunaði að eitthvað spúkí væri um að vera án minnar vitundar. Hélt þetta yrði á morgun!
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 22:45
Anna, Anna
bræðir mig
í dúnmjúkt
kökudeig.
Hvað skildi
koma frá Kristjönu
hún er býsna seig.
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:45
Gaman að sjá stórskáldið Halldór frá Asparfelli kominn í hús...nú harðnar keppnin...
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:48
Ég beitti þrýstingi Halldór..... svo ég myndi ekki missa af herlegheitunum. Verð sko utan þjónustusvæðis á morgun og allt svoleiðis.
Ekki breytast í kökuklessu Brattur minn.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:49
Ægir... úppss... spurning um að byrja upp á nýtt og sjá hvort þú komist þá ekki í 3ja ljóða úrslitin... hvað segja hinir keppendurnir um það????????
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:49
Brattur hefði gott af utanlandsferð Ægir, spurning hvort hann hefur ekki aukaóvæntuverðlaun bara svo hann komist. Mæli með að það sé á strandstað þar sem hann getur legið óáreittur í sandi, munið bara að vitja hans á kvöldin svo hann gleymist ekki þar.
Lára Stefánsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:50
Hvenær liggja úrslit fyrir Brattur? Vænkast eitthvað hagur minn og aukast sigurlíkur ef ég hvísla í eyru þér að ég eigi 7 lítra?
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 22:50
Já, hleyptu Ægi inn. Fjögur efstu. Hann verður svo glaður, strákurinn. Svo líst mér heldur ekkert á að hann grenji úr sér augun á fúguna sem hann er búinn að vinna að ALLT ÞETTA ÁR. Maður minn, ef fúgan þolir það svo ekki. Þá hef ég engan til að stríða í langan tíma.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:53
Ljótt að plata Halldór ! Þú átt bara 5. Sagðir það áðan.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:54
Keypti tvo auka, svon leyni, Anna, ef ske kynni að ég þyrfti beita bellibrögðum.
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 22:56
Á tjörninni syndir lómur
Nú nálgast stóri dómur
Hjörtun sigur þrá
ótt og títt þau slá
Brattur, 18.7.2007 kl. 22:56
Gengur Anna gólfið um
í götóttum sokkum
bíður eftir verðlaunum
í öllum flokkum
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:58
Halldór.... ehmmm...... komdu hérna aðeins afsíðis.
hvísl.... (sko ef þú vinnur, gefur þú mér tvo bjóra en ef ég vinn gef ég þér a.m.k. einn, kannski tvo. Díll ? )
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:00
Í rólegheitum Halldór bíður,
að úrslitunum senn nú líður.
Á brósa tölvu gónir blíður,
hjá asparhrelli hjartsláttur tíður.
Hvað tefur Bratt?
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 23:01
Góður Ægir
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:01
Anna.: Díll Þið hin.: Þið sáu hvorki né heyrðuð af þessu plotti.
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 23:02
Úpps ég heyrði en fyrir einn bjór stein held ég kjafti
Arnfinnur Bragason, 18.7.2007 kl. 23:04
Þarf að bregða mér afsíðis í örfáar mínútur Kem að vörmu spori.
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 23:04
Í spariföt - með varalit
og bros upp fer
hvernig sem að verða úrslit
ég glöð nú er
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:04
Og ég var ekki að hlusta var að spila pool og var mjög einbeittur við það. .... verðið að hvísla, ekki tala svona hátt.
Arnfinnur Bragason, 18.7.2007 kl. 23:05
Ægir.: Á eitthvað að svíkjast undan plottinu? Snöggur að samþykkja, áður en Brattue ltur hingað
Halldór Egill Guðnason, 18.7.2007 kl. 23:06
Þegiðu Arnfinnur.... ég gef þér sopa.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:06
Bjór, góða einn baukur og málið er dautt
Arnfinnur Bragason, 18.7.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.