Munnharpa og Riverdans

Þá er góð helgi að baki... gerði margt, en þó ekkert stórkostlegt og þannig á það að vera... keypti mér ódýrt gasgrill til að eiga heima... ósamsett... nú skil ég af hverju ósamsett grill eru svona miklu ódýrari en samsett... ég var þrjá eða fjóra tíma að setja draslið saman...

...síðan hóf ég æfingar á nýju skemmtiatriði sem ég ætla að nota í fjölskyldupartíum í sumar (og jafnvel víðar ef ég verð pantaður)... það er þannig að ég spila á munnhörpu lagið "Hani ,krummi, hundur, svín" og dansa Riverdans á meðan... tvær litlar stelpuskottur 3ja ára og 1 og 1/2 árs fylgdust með afa sínum æfa atriðið út á verönd, dönsuðu með og klöppuðu óspart... þetta var í gær...mér þótti því, miðað við undirtektir litlu hnoðrana að þessi sýning gæti slegið í gegn hjá fjölskyldunni... í  hefðbundnu sunnudagsmorgunkaffinu hjá okkur í morgun frumsýndi ég svo atriðið fyrir fullorðna fólkið...

... í þetta skiptið gekk ekki eins vel... áhorfendur hlógu, skríktu og veinuðu... viðtökur sem ég átti bara alls ekki von á... og af því að hlátur getur verið svo smitandi, þá endaði bara með því að ég fór sjálfur að hlægja ofan í munnhörpuna... og Hani, krummi, hundur og svín, varð eignilega ekkert lag lengur... og atriðið endaði miklu fyrr en til stóð...

Svo komu dómarnir; fólk var nokkuð sammála um að væri góður heildarbragur á atriðinu og að ég "hefði þetta allt" ... en þó væri dansinn kannski ekki alveg það sem venjulega er kallað Riverdans... þetta væri eignilega bara svona meira..."Lækjarsprænudans"...

... ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta eru góðir eða slæmir dómar og hvort ég eigi að halda áfram æfa þetta geggjað atriði eða hætta á tindinum...

..ætli ég sofi bara ekki á þessu eina ljúfa júlínótt, eða svo...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þetta atriði var þvílík snilld að ég er með harðsperrur í maganum af hlátri. Miðaldra karlmaður á inniskóm að dansa allsérstaka útgáfu af riverdance undir eigin munnhörpuleik og þetta líka lag! Ég hef ekki skemmt mér eins í langan tíma!

Lára Stefánsdóttir, 8.7.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég heyri þig í anda Lallý hlæja þínum tæra smitandi hlátri!!!  Skemmtileg lýsing hjá ykkur. Vinarkveðja norður.

Vilborg Traustadóttir, 8.7.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú skalt nú bara halda áfram að æfa þig karlinn minn,  því ég legg inn pöntun fyrir næsta afmæli sem ég held uppá.  Lækjarsprænudans.   Geturðu nokkuð æft Skottís líka..... sem myndi í þínum flutningi hugsanlega verða "rófuís" ?

Anna Einarsdóttir, 8.7.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú hefur ekki svarað mér með ljóðin; er hægt að nálgast þau einhvers staðar?

Mæli með áframhaldandi lækjarsprænudans og róf´ís!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:27

5 Smámynd: Brattur

jú, jú Guðný Anna... svaraði í löngu máli á sama stað og þú spurðir... í Húnaver færslunni... kíktu þangað...

Brattur, 8.7.2007 kl. 23:32

6 identicon

Láttu mig vita þegar forsala hefst á sýninguna....alltaf verið spennt fyrir riverdance

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:02

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kærar þakkir, Gísli, er núna búin að lesa svarið þitt - og svara því!  Tvisvar frekar en einu sinni. Það er vissara að þakka vel fyrir þakkirnar fyrir þakkirnar fyrir.... etc.

EN, ég reyn að nálgast þessar bækur, semsé!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband