Keppnisskap
7.7.2007 | 08:21
Ég hef alla mína æfi stunda einhverjar íþróttir... einu sinni var ég í fótbolta og handbolta... einnig spilaði ég um tíma körfubolta með vinum og kunningjum, telfdi... og svo kom langur tími þar sem ég hljóp út um allt og tók þátt í almenningshlaupum, hljóp oft hálf maraþon hlaup og náði að klára heilt einu sinni áður en hnéin gáfu sig... einna skemmtilegast var þó þegar ég tók þátt í nokkrum þríþrautarkeppnum, en þar var synt, hjólað og hlaupið í einni striklotu...
Nú syndi ég nær daglega til að liðka kroppinn og halda mér í einhverskonar formi...
Og ekki hefur mig vantað keppnisskapið... það er eiginlega sjálfstætt eliment sem tekur af mér völdin... ...þegar ég er kominn að sundlaugarbakkanum, þá lít ég í kringum mig til að sjá hvort að einhverjir verðugir keppendur séu að svamla í lauginni... ef svo er þá reyni ég að synda á brautinni næst þeim, sting mér út í og keppnin hefst... ef ég næ ekki að halda í við þann sem er við hliðina á mér, þá breyti ég reglunum, hann/hún skal sko ekki hringa mig og síðan passa ég mig bara á því að ljúka keppni áður en það gerist... nú ef ég er betri en "keppandinn" þá reyni ég að hringa viðkomandi eins oft og ég get...
... og það besta er, ég vinn alltaf!
En saklausir sundlaugargestirnir, sem lentu í öðru sæti, vita náttúrulega ekki að þeir voru í keppni...
Maður er ekki í lagi... en ég held þetta sé nú gert til að hafa eitthvað að hugsa um meðan maður syndir... eða er ég bara ruglaður?
Flosi Ólafsson sagði einu sinni að sér leiddist sund "af því maður væri ekki að fara neitt sérstakt"!
Athugasemdir
En skemmtilegt að rekast á bloggið þitt hér
Þú ert búin að gera annars fínan morgun að dásamlegum morgni, ekkert er betra en að sitja með teið sitt, fá sér sopa og hlæja svo hátt og dátt, aleinn í eldhúsinu. En líka gaman að rekast á þig hér af því að þú ert uppáhalds skáldið mitt og ég var að hugsa um að skella uppáhalds ljóðinu mínu - að sjálfsögðu eftir þig- inn á mynd sem ég var að setja inn á síðuna mína- en þar sem ég er svo heiðarleg
þá þorði ég það ekki
Fer bara formlega fram á leyfið hér
Ljóðið heitir Þvottur og er úr Gluggaþykkn. (hún er svo notuð blessuð bókin að hún er að detta í sundur, í orðsins fyllstu merkingu)
Knúsaðu litlu kláru konuna þína frá mér
Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 09:40
HALLÓ Þórey!!! Gaman að heyra í þér... ég er líka búinn að fá mér te... hættur í kaffinu... sko það er meira en í lagi að þú skellir ljóðinu á síðuna þína... mikil heiður fyrir mig... ég knúsa litlu kláru konuna og svo skelli ég mér í sund á eftir og leita fórnalamba he he...
Brattur, 7.7.2007 kl. 09:55
Takk fyrir kærlega. Ætla sko að drífa mig í að skella ljóðinu inn, ég vona að þér finnist það passa við myndina. Farðu mjúkum höndum .. eða sundtökum um fórnarlömb þessa dags, man eftir þér í þessum endalausu hlaupum.. , þú ert sko keppnis.
Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 10:18
Þú ert náttúrulega baaaara snillingur.
Mér finnst hugarfarið þitt alveg brilljant.... býrð til leik úr venjulegum hlut eins og að fara í sund. Tíu prik !
Anna Einarsdóttir, 7.7.2007 kl. 17:30
... þú færð líka 10 fyrir að vera komin heim
Brattur, 7.7.2007 kl. 18:53
Þú harmonerar gersamlega við mitt lífsmottó, að gera það besta úr því sem maður hefur og hafa jákvæðnina og húmorinn að leiðarljósi. Takk fyrir frábæran pistil um manneskju í sundi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.7.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.