Vildi ég væri gáfaðri

... stundum er ég assgoti tregur...

ég hita mér stundum vatn í Mícróofninum í vinnunni, í teið mitt... þegar ég var að byrja á þessu þá var vatnið aldrei nógu heitt... þá datt mér í hug að stilla tímann á 2:30 mínútur í staðinn fyrir 2:15, ég vil hafa teið mitt vel heitt... en ég var aldrei almennilega sáttur við hitastigið samt... en þrátt fyrir það drakka ég í heilan mánuð, te í vatni sem var hitað í 2:30 mínútur... þá allt í einu datt mér það snjallræði í hug að setja tímann í 2:45 mín. og viti menn, þá var vatnið nákvæmlega eins og ég vildi hafa það... en af hverju tók það mig heilan mánuð að fatta þetta???

... svo er ég alltaf að lenda í því þegar ég ætla að opna hurðir; þegar  að tosa, þá ýti ég, þegar maður á að ýta þá tosa ég og öfugt... hef stundum prufað að gera öfugt við það sem ég held... en það er ofast vitlaust hjá mér líka... ég tosa og tosa, þegar ég á bara að ýta... þegar ég set kreditkortið mitt í bensínsjálfsalana, þá set ég það alltaf rangt inn... farnar að myndast raðir við bensíndæluna áður en ég næ að byrja að dæla...

... ég var einu sinni í vinnu þar sem mikið áreiti var bæði af sölufólki og svo hringdi síminn stanslaust... það var því mjög gott að hafa "head set" á símanum svo maður gæti pikkað á tölvuna á meðan maður var að tala... einu sinni brá ég mér í kaffi... síminn hringdi stöðugt á meðan... ég hljóp inn að skrifborði, setti á mig gleraugun (hélt greinilega að þau væru head settið) og sagði hátt og snjallt "halló"...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Minnir um margt á Sollu systir.  Þegar hún ætlar út fer hún suður og öfugt!!!

Vilborg Traustadóttir, 1.7.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dásamlegt. Kannast við svonalagað....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband