Það er asnalegt að sofa.
26.6.2007 | 21:01
Það er svo skrýtið að þurfa að sofa.
Maður leggst endilangur upp í fleti sem kallað er rúm og missir meðvitund í marga klukkutíma. Heilu borgirna sofa, fólk í milljóna tali liggur meðvitundarlaust endilangt og veit ekkert af sér. Mér finnst þetta asnalegt ástand.
Það eru sérherbergi í öllum húsum, þar sem maður fer inn í til að missa meðvitund. Þú ferð úr fötunum og sefur nakinn eða í sérhönnuðum fötum til að missa meðvitund í... það eru sérstök þykk teppi sem þú breiðir yfir þig áður en þú missir meðvitund... og púði undir hausinn...og pokar ef þú ætlar þér að missa meðvitund í tjaldi... svo eru heilu húsinn með herbergjum sem fólk notar á ferðalögum til að missa meðvitund í og þarf jafnvel að panta sér tíma... "áttu nokkuð laust herbergi á fimmtudaginn, ég verð þarna á ferðinni og þarf að missa meðvitundi í 1 eða 2 nætur"... og svo safnast ferðalangarnir saman í þessi hús og missa meðvitund í stórum hópum
Þegar maður horfir á aðra sofa þá geta þeir verið ansi yndislegir; krakkagrislingarnir sem fyrr um daginn voru að gera mann brjálaðan með uppátækjum sínum, þau eru svo falleg og blíð þegar þau sofa að maður fær samviskubit að hafa skammað þau fyrr um daginn...
Það verða allir svo meinlausir þegar þeir sofa, jafnvel illmenni og rándýr...
allir svo saklausir....
Athugasemdir
Hahahahahaha þú ert svo fyndinn maður. Af hverju þarft þú að vera í náttserk þegar þú ert meðvitundarlaus ? Ekki eins og það sé mjög virðulegt.
Anna Einarsdóttir, 26.6.2007 kl. 21:13
ekki virðulegt???... hvað er virðulegra en að liggja flatur í náttserk með skotthúfu og gjörsamlega út úr heiminum... ekkert... sem ég veit um...
Brattur, 26.6.2007 kl. 21:17
Skemmtileg pæling. Ein "meðvitundarlaus"
Vilborg Traustadóttir, 26.6.2007 kl. 23:38
Fyndinn Eru þessi "svefn" - herbergi ekki bara óþörf ?
Myndi breyta miklu fyrir hótelgeirann allavega, ef hægt væri að setja alla utlendinga inn á stóra sali og bjóða þeim að gista bara í fleti svipað og þegar ungir krakkar gista í skólum t d á iþróttamótum.
Marta B Helgadóttir, 27.6.2007 kl. 13:42
Ertu að borða mjólkurkex ?
Anna Einarsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:18
Alveg ertu dásamlega fyndinn og góður penni. Ég skellti uppúr þegar ég las þennan pistil þinn, hann er frábær. Takk!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.