Hvað eru flugur eiginlega að hugsa?

Í dag ók ég frá Akureyri og upp í Mývatnssveit. Var að vinna þar fram eftir degi... renndi svo yfir Hólssandinn og til Húsavíkur og kláraði vinnudaginn þar.

Á heimleiðinni skall stór fluga á framrúðunni hjá mér... þá lenti ég í því að hugsa... og n.b. ég var ekki að borða mjólkurkex... ég hugsa nefnilega langmest og dýpst þegar ég er að borða mjólkurkex...

En þarna bara splass, flugugreyið bara ein gul skella á framrúðunni... hvað var fluguvitleysingurinn eiginlega að álpast yfir veginn... jú eins og við vitum öll sem ferðum um landið þá eru vegir bara örmjó strik í gegnum landslagið og miklar víðáttur til beggja handa... þá kemur einmitt að hugsun dagsins hjá mér... hvaða erindi gat flugan átt yfir veginn? Öll þessi víðátta sem var í hina áttina og enginn vegur þar, af hverju fór hún ekki þangað? Og það var meira að segja allt miklu fallegra og blómlegra í hina áttina...

Mikið væri nú gaman að komast að þessu...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

haha, já einmitt... hugsaði svipað þegar ég keyrði til og frá Akureyri fyrir skömmu... allt útatað fuglablóði...

Heiða Þórðar, 25.6.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hefurðu aldrei heyrt "laðast að ..... eins og mý að mykjuskán" ?   

Hugs:  (skammastu þín Anna....... þetta var ekki fallega sagt. )

Anna Einarsdóttir, 25.6.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Brattur

... þær hafa gjarna laðast að mér flugurnar og stundum bitið...

Brattur, 25.6.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hef aldrei upplifað eins mikla flugumergð eins og á þessum slóðum sem þú nefnir, fannst ég vera að kafna þarna þegar éf ferðaðist um Mývatssveitina fyrir 2 árum siðan með eð Þýska vini mína.

Marta B Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband