Fjallið

Hér er textinn við lagið Fjallið sem er hérna á spilaranrum hjá mér. Það eru hinir geðþekku sjóarar í Roðlaust & Beinlaust sem syngja með.

Fjallið.

Sjáðu fjallið þarna er það
Það er svo hátt þú varla sérð það
Hirtu ekki um kaldann vindinn
Haltu þráðbeint upp á tindinn


Þétt er morgunþokan gráa
Fjallið gerir menn svo smáa
Ekki yfir striti kvarta
Fylgdu alltaf þínu hjarta


Brött er brekkan vörðuð grjóti
Öll er leiðin uppí móti
Á grýttu fjalli margur týnist
Það er lengra upp en sýnist


Um kvöld á fjallsins tindi stendur
Horfir yfir höf og lendur
Af þér heitur svitinn bogar
Himinhvolfið allt það logar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband