2/3 ætla að samþykkja Icesave.
23.2.2011 | 22:27
Ég gerði skoðanakönnun í heita pottinum, kvöld eitt fyrir skemmstu.
Við vorum þrír karlar í pottinum, ég, Palli og maður sem ég þekki ekki en leit út fyrir að heita Magnús.
Ætlið þið að samþykkja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni ? spurði ég.
Palli sagði hiklaust JÁ en maðurinn sem leit úr fyrir að heita Magnús var óákveðinn. (Hann vildi kynna sér málið betur, gat nú verið).
Ég sagði JÁ eins og Palli.
Þessi skoðanakönnun bendir því til þess að 2/3 Íslendinga ætli að samþykkja Icesave lögin en 1/3 er óákveðin... enginn á móti. Þar kom að því að við Íslendingar stæðum saman.
Að lokum, þar sem langt er nú um liðið síðan ég hóf raust mína upp hér á blogginu, langar mig að rifja upp þessa fallegu barnasögu sem ég lærði árið tvöþúsund og Icesave eitt;
Einu sinni var broddgöltur sem hélt að hann væri eiturslanga, einu sinni var eiturslanga sem hélt hún væri kind, einu sinni var kind sem hélt hún væri gíraffi, einu sinn var gíraffi sem hélt hann væri nashyrningur, einu sinni var nashyrningur sem hélt að hann væri tófa, einu sinni var tófa sem hélt hún væri asni og einu sinn var asni sem hélt að hann væri forseti Íslands.
.
.
Icesave-málið ekki það stórt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
berrasaður, ég tek ekki undir neitt því ég er frekar lélegur í bakinu. var farinn að undrast hversvegna þú hefur ekki skrifað lengi hér inn. ég er að vandræðast með þetta æseif mál. ætla að vera með töflufund fyrir kosninguna fyrir þá sem vilja og vantar upplýsingar sem að því mér virðist liggi ekki á lausu :-). ert þú snar brattur um æseif?
Þór Ómar Jónsson, 23.2.2011 kl. 22:59
góður hehe
Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2011 kl. 02:50
já, ég er nokkuð sjúr á því að við ættu að samþykkja þennan samning núna... kannski endar það með því að við borgum ekki neitt... og því þá að rífast um ekki neitt... hmm... það er svo mikil sóun á tíma...
Brattur, 24.2.2011 kl. 07:33
Könnun þín var mun ábyrgari en sú er kynnt var almenningi í flokkpistli Samspillingar, Fréttablaðinu, fyrr í vikunni
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 08:48
Alltaf gott að vita af góðu fólki zem að er til í að greiða annara manna zkuldir.
Steingrímur Helgason, 24.2.2011 kl. 20:15
Ég hef aldrei má neitt aum sjá Steingrímur
Brattur, 24.2.2011 kl. 20:23
er þetta ekki innan fjölskyldunnar?
Þór Ómar Jónsson, 24.2.2011 kl. 21:32
Við erum náttúrulega ein stór fjölskylda Þór Ómar
Brattur, 24.2.2011 kl. 21:56
mér leikur forvitni á að vita hver upphæðin er sem bretar og hollendingar greiddu til síns fólks og hvað af þeirri upphæð gekk upp í lágmarks trygginguna?
Þór Ómar Jónsson, 25.2.2011 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.