Man. United verða óstöðvandi í vetur
4.8.2010 | 23:11
Jæja, þá fer vertíðin að byrja og ekki laust við að maður sé bara verulega bjartsýnn á að mínir menn verði öflugir í vetur.
Sir-inn hefur reyndar ekki verið að kaupa neinar stórstjörnur, enda þarf hann þess ekki... hann bara býr þær til.
Það er fullt af ungum mönnum sem eru einu ári eldri en í fyrra eins og Gibson, Macheda, Danny Welbeck og Mame Diouf... þessir eiga eflaust eftir að vekja athygli í vetur.
Þá virðist Javier Hernandez vera öflugur... gaman að fylgjast með hvernig honum vegnar... um Chris Smalling veit ég lítið sem ekkert en hlakka til að sjá til hans.
Síðan erum við náttúrulega með fallbyssurnar;
Rooney, Brebatov, Owen, Nani, Valencia, Fletcher, Carrick, Park, Vidic, Evra, Ferdinand... og gömlu brýnin; Giggs, Scholes og Neville.
Gleymum svo ekki brasilísku tvíburunum, Fabio da Silva og Rafael da Silva... algjörar hraðlestir...
Þá hef ég enn ekki nefnt harðjaxlana Wes Brown og John O´Shea
Þetta er skuggaleg upptalning... ég á von á léttu og skemmtilegu United liði í vetur... við tökum deildina með stæl og byrjum á að vinna Chelsea á sunnudaginn...
Sendi að lokum baráttukveðjur til vina minna sem styðja Liverpool... verið vongóðir félagar... a.m.k. fram að jólum.
.
.
Park með tvennu í stórsigri Man. Utd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með Chicharito. Spennandi leikmaður sem er svo sannarlega með hraðann. Maður verður bara ringlaður að horfa á lappirnar á honum þegar hann er á sprettinum. Minnir mig svolítið að ungan Michael Owen þó einhverjir vilji einnig líkja honum við Solskjær þar sem hann virðist vera mjög naskur að klára færin sem hann kemur sér í.
Jon H. (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 23:21
Verður ekki Georg Best með?
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 23:51
Hver verður med kveikjarann a hliðarlinunni til að gefa Rooney eld.
Þorvaldur Guðmundsson, 5.8.2010 kl. 00:56
Gleiður Snáði Nórason Goodjohnson.
Nóri pabbi (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 03:18
Anderson ekki lengur í hópnum ?
Óskar Þorkelsson, 5.8.2010 kl. 03:49
ég er nú sammála þér í megin dráttum okkar menn hafa gott lið og góðan hóp. þó set ég spurningarmerki við mennina sem þú taldir upp, það stendur til að lána welbeck las ég og það kæmi mér ekki á óvart að sjá diouf lánaðan líka. tel að við fáum að sjá frekar eitthvað af gibson, macheda og cleverley ásamt fernandez en þessir fjórir stóðu sig allir með prýði í æfingarleikjunum. við höfum góðan kjarna af mönnum sem hafa spilað lengi saman en það er gríðarlega vanmetið hjá óþolinmóðum "ríkum" klúbbum svosem city, chelsea, liverpool og fleiri, kannski ekki liverpool en þeir hafa bara of mikið af miðlungsmönnum en þeir eru samt að reyna að laga það sem er fínt. þetta verður spennandi í ár og þetta verður sami pakki og í fyrra, sömu sex efstu en chelsea og man utd eru klassa ofar en önnur lið og verða í baráttu alla leið.
þórarinn (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 08:55
Anderson er meiddur á hnéi og verður eitthvað seinn í gang. Annars mæli ég með því að líta á markið sem Owen skoraði í gær, bara tær snilld.
Sæmundur (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 08:55
Ég sleppti nú Anderson og Owen Hargreaves viljandi úr í þessari upptalningu... reikna ekki með að Anderson verði með í byrjun móts og Hargreaves reikna ég nú bara alls ekki með... hann verður þá bara góð vitbót ef hann kemur aftur...
Svo veit maður ekkert hvernig Obertan á eftir að koma út... hann er fljótur en á eftir að sína hvað í honum býr.
Brattur, 5.8.2010 kl. 11:00
Owen er bestur pre-season :)
Óskar Þorkelsson, 5.8.2010 kl. 13:34
Verður Hargreaves góð viðbót? Þar er á ferð nettur gaur sem ætti fremur að vera sölustjóri í verslun á Old Trafford, en leikmaður.
Jón Halldór Guðmundsson, 5.8.2010 kl. 18:02
Gott að vera sjálfumglaðir þið stóreigendur að Man. Utd. Ég hélt að það væru einhverjir auðmenn frá USA sem ættu þetta gamalmenna samfélag og uppsóp þarna í UK gaman væri að vita hvort eign í þessu gamalþvælda miðlungsliði væri skattskyld. Skildi ´ann Skúli vita af þessu?
´Rögnvldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 11:51
ég ætla að sleppa því sem ég var búinn að skrifa brattur :-)
lifið heil, lengi!
Þór Ómar Jónsson, 15.8.2010 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.