Öll þessi orð
15.5.2010 | 10:04
Eitt það mikilvægasta sem maður gerir í samtölum við aðra, er að hlusta, því ef maður hlustar ekki þá er ekkert samtal, bara einræða.
Allt sem maður segir hefur verið sagt áður eða hvað ? Það skiptir máli í hvaða röð orðin eru sögð.
Tökum þessa síðustu setningu, notum sömu orð en ruglum röðinni. Þá lítur hún svona út;
Í máli það eru hvaða sögð orðin skiptir. Þetta skilur ekki nokkur maður ? Við verðum því að vanda okkur þegar við tölum.
Það eru til rosalega mörg orð í íslenskunni. Það er hægt að búa til fallegar sögur eða falleg ljóð úr þessum orðum bara ef þeim er raðað rétt. Ljóðin og sögurnar liggja í óröðuðum orðunum. Kúnstin er að raða þeim rétt upp. Hér er nokkrum orðum raðað upp svo úr verður lítil saga eða ljóð;
Stjörnurnar mínar.
Um nóttina gengum við
út í niðdimmt myrkrið
vissum ekkert hvert
við ætluðum
héldumst í hendur
og dáðumst að
stjörnunum
þær blikuðu á
dimmbláum himninum
eins og þær vildu
vísa okkur veginn
ég horfði í augun þín
stjörnurnar mínar
og var tilbúinn
að fylgja þér
á heimsenda
.
.
Athugasemdir
Í næstu næturferð skal ég lána þér stjörnuteljarann minn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.5.2010 kl. 14:25
Og ég sem ætlaði að hvíla mig og lesa bloggið þitt. Núna er ég svo þreytt að því að ég las öll orðin rugluð. Fer bara að leggja mig.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.5.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.