Tyggjó
13.5.2010 | 12:09
Ég nota tyggjó talsvert mikið. Finnst gott að stinga upp í mig tyggjói og japla á því. Gefur ferskt bragð í munn og hreinsar öndunarfærin og heilann.
En ég er ekki einn um það að nota tyggjó. Enda sjáið þið mikið framboð af allskonar tyggjói í öllum búðum. Matvörubúðum, sjoppum, bensínstöðvum, jafnvel byggingavöruverslunum.
Einu staðirnir sem ég man eftir að selja ekki tyggjó eru kirkjur landsins. Mér finnst að þær eigi að selja tyggjó líka eins og allir aðrir. Prestarnir gætu gengið um með hatt og selt tyggjó, með ríflegri álagningu og grætt á tá og fingri.
.
.
Til eru frægir menn sem nota tyggjó; ég er ekkert frægur. Maður er ekkert frægur þegar það eru nánast bara kettirnir manns sem þekkja mann.
En oft hef ég þakkað Guði mínum fyrir að vera ekki frægur. Skildi Guð nota tyggjó ? Eða Lykla Pétur og allir englarnir ? Og hvað með Kölska sjálfan ? Hann hlýtur að japla, Fjandakornið.
Sá frægasti sem ég man eftir að er forfallinn tyggjóisti er Sir Alex Ferguson framkvæmdastjóri Manchester United. Maður sér það á kjömmunum á honum hvort hann er æstur eða rólegur, í góðu skapi eða vondu.
Ég veit ekki hvort það sést eins vel á mér þegar ég tygg... þarf að skoða mig í spegli.
Búinn að skoða... ég virðist pollrólegur.
Ekki hef ég kynnt mér sögu tyggjósins í þaula en var það ekki Ameríkaninn sem kom fyrstur með það til landsins á stríðsárunum ? Aðaltegundin var lengi vel Wrigleys; tyggjóplötur, gular, grænar, hvítar. Nú er Extra allsráðandi í litlum bitum... ábyggilega til að spara flutningskostnað.
.
.
Svo kom að því að ÞEIR settu nikotín í tyggjóið til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Það var algjör snilld.
Ætli það sé ekki hægt að setja allskonar dót í tyggjó til að láta fólk hætta hvaða ósiðum sem er ?
Setja t.d. "Hólmstein" í tyggjó til að fólk hætti að vera Sjálfstæðismenn. Eða "Afhomm" til að rétta bátinn af. Eða "Sannleikskorn" til að fólk hætti að ljúga ?
Svo mætti setja efni í tyggjó sem lætur fólk byrja á einhverju (maður má ekki bara hætta að gera eitthvað).
Dettur í hug "Skúr" svo maður skúri oftar. "Dug" svo maður verði duglegri og "Hunang" svo maður angi eins og Hun.
Eitt veldur mér heilabrotum varðandi tyggjóið. Það var einu sinni kallað tyggigúmmí. Nú heitir það bara tyggjó... tóku þér gúmmíið úr ?
.
.
Athugasemdir
Frábær hugmynd að selja tyggjó í kirkjunum. Þetta verður tekið fyrir á næsta Kirkjuþingi.
Guðmundur St Ragnarsson, 13.5.2010 kl. 13:45
Já, Guðmundur þú kemur þessu áleiðis fyrir mig
Brattur, 13.5.2010 kl. 16:12
Sir Alex og Jón bjarna... hmm
Óskar Þorkelsson, 13.5.2010 kl. 20:04
Tyggur Jón Bjarna ?
Brattur, 13.5.2010 kl. 20:22
Svo eru einhverjir sem eru alltaf með sömu tugguna....
Anna Einarsdóttir, 13.5.2010 kl. 21:55
Ég bið þig Brattur að finna út hverjir framleiði Megrunartuggur. Karlinn minn segir að ég sé ekki hægt með tyggjó, ég sé engu líkari en fávitinn á Old Trafford.... Veistu þú nokkuð hver það er?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.5.2010 kl. 18:59
Fyrirgefðu Brattur, ég get verið svo leiðinleg. Tek þetta til baka og held hinu gagnstæða fram........
En mig vantar samt megrunartyggjó
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.5.2010 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.