Frakkaskáldiđ
12.5.2010 | 20:45
Hann sat á kaffihúsinu og sötrađi heitt súkkulađi. Ţađ var rigning úti og regnvatniđ rann niđur gluggann. Á diski fyrir framan hann var kleina sem hann var hálfnađur međ.
Hann var međ blađ og penna á borđinu. Blađiđ var autt. Hingađ hafđi hann komiđ til ađ yrkja ljóđ.
Honum fannst hann ekki vera raunverulegur. Ţađ var enginn raunveruleiki sem hann lifđi í. Hann var sögupersóna í skáldsögu og ţađ var einhver ađ lesa um hann í sögunni. Ţannig leiđ honum međan hann starđi á dropana renna stríđum straumi niđur rúđuna.
.
.
Ţegar komiđ var ađ lokun, hneppti hann ađ sér svörtum frakkanum sem var allt of stór og gekk eins og skuggamynd út í rigninguna.
Ţegar ţjónustustúlkan tók af borđinu sá hún blađiđ sem frakkaskáldiđ hafđi skiliđ eftir. Hún tók ţađ upp og las í hálfum hljóđum.
Ég er farinn úr ţessari bók.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.