Snædúfan

Mikið djöfull var hann eitthvað tómur í hausnum. Hann mundi bara ekki nógu mörg orð svo hann gæti talað hvað þá meira.

Hann sá bara fyrir sér tölur, mörg núll og helling af hinum tölunum öllum... er núll tala ? Spurði  hann sjálfan sig en vissi ekki svarið. Hann fór að hugsa um að ef að núll stæði fyrir framan einn þá væri núll ekkert en ef að núll stæði fyrir aftan einn þá væri núll skyndilega orðið mikilvægt...

Honum datt allt í einu í hug persneskt ljóð eftir óþekktan hjarðmann.

Nú þjóta skýin framhjá
Svo grimm og grá

Og Snædúfan í storminum
er ógnarsmá

Hún vill ei deyja og ekki þjást
því brjóst hennar er þanið út 
af heitri ást

Í hvítum kjól
hún finnur skjól

bak við úlfinn.

Hann vissi ekki af hverju honum datt þetta ljóð í hug. Hann hafði oft brotið heilann um merkingu ljóðsins. Það var í raun og veru auðskiljanlegt við fyrsta lestur en eftir því sem maður las það oftar þeim mun flóknara var það.

Það voru svo margar óskrifaðar línur í þessu ljóði... af hverju fór hún bak við úlfinn ? Sá úlfurinn hana og drap hana... eða var þetta kannski góður úlfur sem veitti henni hlýju og skjól þar til storminn lægði ? Og hvern elskaði Snædúfan ? Fann hún hann aftur ? Var það ást hennar sem gaf henni kraft til að lifa af storminn ? Hefði hún ekki elskað hefði hún bara gefist upp og látið storminn þeyta sér hvert sem verða vill ?

Hann áttaði sig á því að hann var hættur að hugsa um tölur.
.

Dove 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband