A la United
17.4.2010 | 14:07
Þetta var frábær sigur a la United. Að skora á síðustu stundu og halda manni í spennu til síðustu sekúndu... við sem erum stuðningsmenn vitum að okkar menn gefast aldrei upp...
Nú verður framhaldið svona:
Chelsea tapar fyrir Tottenham á eftir þá verður bara eins stigs munur á liðunum.
Chelsea vinnur Stoke í næstu umferð EN tapar svo í næstsíðustu umferð gegn LIVERPOOL !!!
Vinnur svo Wigan í síðustu umferð og endar með 83 stig.
United vinnur svo þrjá síðustu leikina gegn Tottenham, Sunderland og Stoke og endar með 85 stig og verður meistari í 19 sinn sem er met.
LIVERPOOL er rosalega gott lið og ég myndi kaupa liðið strax ef ég fengi einhverstaðar kúlulán.
Þeir mega a.m.k. vita það Benitez, Axel, Gunni Nella, Rúnar og Guðjón Ármanns að ég stend með þeim þessa dagana.
.
.
![]() |
Scholes tryggði United dramatískan sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
hææææ
bgjdto (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:04
Þú ert brattur að vanda Brattur.
Tottenham gæti staðið uppi í hárinu á þeim Chel$ky-mönnum í dag en svo er eftirleikurinn auðveldur hjá þeim og ég á ekki von á að Liverpool verði þar einhver hindrun. Það er einhvernveginn heillum horfið lið og endar bara þar sem þeir eiga heima, eða í 6.-8. sæti og meiga vel við það una eins og þeir hafa spilað í vetur. Engin hindrun þar fyrir Chel$ky sem mun vinna deildina að þessu sinni, en naumt verður það.
Viðar Friðgeirsson, 17.4.2010 kl. 16:31
Þeir taka þetta strákarnir. Ekki hugsa svona mikið um þetta Brattur. Þetta er BARA fótbolti..,..Mörgæsin var tekin af mér í tollinum. Sakaður um að flytja inn ólögleg veiðarfæri!!!!! Þetta er ekki lygi! Hvað gerum við nú kallinn minn. Manjú tekur þetta. Sá sem efast..... ;-´'´'´'´
Halldór Egill Guðnason, 18.4.2010 kl. 03:27
Halldór, verðum við ekki bara að búa til "Falska mörgæs" sbr. Falskur héri ???
Það er hvort sem er allt svo falskt í heiminum í dag.
Brattur, 18.4.2010 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.