Bak við tómarúmið

Í gegnum næturhúmið
ég gekk á slitnum skóm
Fann bak við tómarúmið
Hvar tórði lítið blóm

Ég vatn því gaf að drekka
Því það var ósköp þyrst
Ég heyrði grát og ekka
Það vin sin hafði misst

Ég hafði ei margt að gefa
Þó hjartað væri hlýtt
Ég grátinn vildi sefa
Og strauk því létt og blítt

Ég hugsa oft um blómið
um það er ekki að fást
Því bak við tómarúmið
er ósköp lítil ást
.

 mysterious-heart

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú ert eðal...

Steingrímur Helgason, 22.2.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er bara svo flott hjá þér að ég leyfi mér að panta eintak af ljóðabókinni þinni sem kemur örugglega út á þessu ári.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.2.2010 kl. 00:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2010 kl. 10:41

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið og falleg orð, gott fólk...

Brattur, 22.2.2010 kl. 21:36

6 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Þú ert nú meiri snilldarpenninn, Brattur!

Rannveig Guðmundsdóttir, 22.2.2010 kl. 22:59

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gullfallegt Brattur, gullfallegt! Thú mátt samt ekki birta allar perlurnar á blogginu, thví thá selst ekkert af bókinni

Halldór Egill Guðnason, 23.2.2010 kl. 15:27

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Verður að gefa út ljóðabók, þó ekki sé nema netbók

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 20:47

9 Smámynd: Brattur

Takk, takk... en Halldór, ljóð eru ekki söluvara, svo ég dreifi þeim bara ókeypis út í loftið og þeir njóta (eða ekki) sem verða fyrir þeim...

Brattur, 25.2.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband