Gungan

Einu sinni var mađur sem var hrćddur viđ allt. Hrćddur viđ veđriđ, hrćddur viđ sólina, hrćddur viđ tungliđ, hrćddur viđ vatniđ og eldinn.

Hann var hrćddur viđ öll dýr. Kóngulćr, ljón, ánamađka, sćhesta og hćnur.

Hann var ţví alltaf kallađur Gungan. 

Gungan bjó ein í fallegu húsi fyrir utan ţorpiđ viđ hliđina á ánni.

Einu sinni var hún á gangi međfram árbakkanum. Hinumegin viđ ána voru börn ađ leika sér međ bolta... allt í einu sér Gungan ađ boltanum er sparkađ út í ána.

Eitt barnanna reynir ađ teygja sig í boltann en dettur út í. Gungan sér ţegar straumurinn tekur barniđ međ sér, ţađ sekkur en skýtur upp neđar. Gungan byrjar ađ hlaupa međfram árbakkanum og reynir ađ fylgja barninu eftir međ augunum.

Áđur en hún veit sjálf af stekkur Gungan út í ána og hugsar ekkert út í ţađ ađ hún kann ekki ađ synda. Kraflar ofan í vatniđ međ höndunum og hjólar međ fótunum af öllu afli. Hún nálgast barniđ og nćr ađ grípa í hettuna á rauđri úlpunni, heldur höfđi barnsins upp úr vatninu og lćtur sig reka međ straumnum.  Allt í einu eru Gungan og barniđ komin út úr straumnum í lygnt vatn. Hún finnur fyrir botninum og nćr ađ standa upp og ganga í land međ barniđ í fanginu.

Ţau leggjast í grasiđ og barniđ grćtur. Ţađ er lifandi hugsar Gungan... og ég, ég bjargađi ţví... ég er engin Gunga ég er hugrakkur. Mađurinn finnur fyrir mikilli og óvćntri hamingju. Hjarta hans er ađ springa af gleđi.

Allt í einu heyrast hróp og köll. Gungan sér hvar hópur fólks kemur hlaupandi og lögreglan fremst í flokki. Lögreglan kastar sér á hann, grípur um úlnliđ hans, veltir honum á grúfu og handjárnar.

Fólkiđ hrópar ókvćđisorđum ađ Gungunni; barnaníđingur, aumingi, morđingi, GUNGA.

Svo er hann leiddur í handjárnum ađ lögreglubílnum. Hann sér hvar móđir barnsins situr í grasinu og fađmar barniđ. Hún lítur upp og horfir á hann. Ţađ er hatur í augum hennar.
.

 

 tree-of-life-river-of-life-05-08

.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Mikil djöfuls snilld er ţessi fćrsla! Ţér er ekki fisjađ saman af einhverju fúatildri.

Ursus, 18.1.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

.. ţađ er sannleikur í ţessari sögu..

Óskar Ţorkelsson, 20.1.2010 kl. 22:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband