Hættur að drekka !

Jæja, þá kom að því.

Ég er hættur að drekka... en byrjaður að reykja í staðinn Blush

Það er reyndar smá plott í gangi... sparnaðarplott.

Ég ætla að spara 324.850- kr. á þessari ráðagerð.

Hvernig fer ég að þessu, spyrjið þið.

Jú... ég hætti fljótlega að reykja aftur, þá græði ég 890.- kr. á dag x 365 = 324.850.- kr. á ári.

Eftir þetta þá ætla ég aftur að byrja að drekka minn bjór og það kostar ekki neitt, því ég keypt bjórinn hvort sem er áður en ég hætti að reykja Smile
.

 nicholson_1

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he, he en mundu Brattur að summan af löstunum er konstant :)

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: hilmar  jónsson

þvílíkt plott Brattur.

Áttu ekki heima í samninganenfd um Icesave ?

hilmar jónsson, 11.1.2010 kl. 22:15

3 Smámynd: Brattur

Mér hlýtur að vera boðið í nefndina... med de samme... ég held ég geti alveg snúið á þessa breta og túlípanana líka...

Brattur, 11.1.2010 kl. 23:22

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Brattur! Ég býð þig velkominn í mína heimilsbókhaldsnefnd!! Hér þarf aldeilis að draga sundur seglin sýnist mér.

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 18:58

5 Smámynd: Brattur

Eins gott að heimilisbókaeftirlitið komist ekki í mitt bókhald... þar er nefnilega allt fullt af trixum.

Brattur, 12.1.2010 kl. 19:59

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...við Hrönn pöntum námskeið í trixum...fyrir heimilisbókhald....

Bergljót Hreinsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband