Með eða á móti ???

Ég hélt fyrir nokkrum dögum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Nú held ég, held ég, að þeir séu orðnir á móti, held ég.

Þeir vilja nú heyrist mér EKKI  leyfa okkur að kjósa um lögin.

Þurfti aðeins að rifja upp í huganum þegar ég horfði á Illuga Gunnarsson í fréttunum áðan í hvaða flokki hann væri.

Það er einhver viðsnúningur í loftinu... menn eru farnir að segja allt aðra hluti en fyrir fáum dögum síðan.

Minnir mig á það þegar ég svaf til fóta hjá sjálfum mér.
.

 feet

.


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar Gunnarsson

Málið er það, að það er talað um að meiri hluti landsins er á móti icesave. Því vildu stjórnarandstöðumenn frekar fá kosningu en að láta forsetann ákveða þetta því hann var alveg líklegur til að samþykkja.

En núna eftir þegar forsetinn er búin að koma með ákvörðun  er held ég alveg vitað mál að kosning er bara peninga- og tímaeyðsla. Því það er ekki hægt að samþykkja þetta. Það er allavega mín túlkun á þessu. Væri lang best að draga þetta til baka og gera nýja samningsnefnd sem væri með sátt allra flokka og senda hana bara strax út í staðinn.  

Fannar Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Brattur

Er þá ekkert að marka stjórnarandstöðuna ? Hún lagði fram tillögu á þingi (sem var felld) um að Icesave lögunum yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu... var það bara í plati... er þá kannski allt í plati sem þeir leggja til ?

Er þetta bara plat stjórnarandstaða ???

Brattur, 9.1.2010 kl. 01:45

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað var þetta ekkert annað en lýðskrum. þeir vissu mætavel að breytingatillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu fengi aldrei samþykki. aðeins þess vegna lögðu þeir hana fram. þetta var það sem kallað er á útlensku „show off.“ þeir áttu hins vegar aldrei von á að málið myndi á endanum vera vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. svo núna reyna þeir allt hvað þeir geta að finna afsakanir.

sem ég segi. Ólafur Ragnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera.

Brjánn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 03:06

4 identicon

Held það gagnist engum að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave verður hafnað og fjölmiðlar erlendis taka upp sem svo að íslenska þjóðin vilji ekki standa við skuldbindingar sínar. Ég held að þegar stjórnarandstaðan talar eins og þeir vilji ekki kosningur þá er það einungis vegna þess að þeir vilja fá nýja samninganefnd út sem fyrst til að hamra járnið meðan það er heitt. Þeir vita að Icesave fær ekki kosningu og því væri best ef ríkisstjórnin áttaði sig á því sem fyrst svo það sé hægt að flýta málinu.

Albert Jónsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 03:42

5 Smámynd: Brattur

"Auðvitað á þjóðin að fá að ráða í svona mikilvægu máli"

... þetta var tóninn í umræðu stjórnarandstöðunnar...
Af hverju treystir stjórnarandstaðan þá ekki þjóðinni lengur ???

Brattur, 9.1.2010 kl. 10:38

6 Smámynd: Fannar Gunnarsson

Hún á auðvitað að ráða og menn treysta henni alveg. En þegar það er nánast augljóst að fólkið muni fella tillöguna,  til hvers að standa í henni þá.  Þú mátt samt ekki gleyma að stjórnarandstaðan er ekki á móti þessu, heldur vilja þeir að tímanum sé eytt í að gera  nýja samninga við Holland og breta.

Fannar Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 11:18

7 Smámynd: Brattur

Ég er löngu hættur að átta mig á því hvað stjórnarandstaðan vill. Málið stendur þannig að hún vildi þjóðaratkvæðagreiðslu og náði því fram með Indecence (Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn) og forsetanum.

Það þýðir svo ekki að vilja eitthvað allt annað þegar sú niðurstaða er fengin. Stjórnarandstaðan hagar sér eins og lítill krakki sem fær gulan sleikjó en vill svo bleikan þegar því er réttur sá guli.

Ég er ekki búinn að sjá það ennþá að þjóðin felli tillöguna... það er langt í 6.mars og margt getur gerst á þeim tíma.
Mín tilfinning er að þjóðin samþykki lögin.

Brattur, 9.1.2010 kl. 11:43

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það kemur raunar á sama stað niður kallinn minn hvort frumvarpið verður dregið til baka eða fellt í þjóðaratkvæðum.  Næsta skref er nákvæmlega eins í báðum tilfellum: Það þarf að semja á öðrum forsendum og það með milligöngu annarra. Ertu ekki að ná þessu?  Við erum ekki skuldbundin til að ábyrgjast tryggingasjóðinn, en hér átti að fallast á það undir hótunum. Hótunum aðallega um að staðið yrði gegn evrópusambandsaðild, sem ekkert er á leiðinni auk þess sem meirihluti þjóðarinnar er andvígur henni.

Það er kostulegt að sjá hversu gírugur þú ert að vinna þjóð þinni illt án þess svo að hafa hugmynd um hvað þú ert að tala.  

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 17:38

9 Smámynd: Brattur

Jón Steinar, þeir sem hafa þá skoðun að fella eigi Icesave samninginn hafa ekki einkarétt á að segjast vera föðurlandsvinir... mér þykir vænt um land mitt og þjóð og vil henni allt hið besta... hvorugur okkar getur sagt í dag hvað best er að gera í stöðunni, það kemur í ljós síðar... ekki dettur mér í hug þú viljir vinna þjóð þinni illt þó ég sé ekki á sama máli og þú...

Mér er hinsvegar alveg sama um Evrópusambandsaðild í augnablikinu... tel ekki tímabært að við Íslendingar ræðum það mál núna... nóg annað höfum við að fást við í dag...

Annars góðar kveðjur til þín.

Brattur, 9.1.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband