Áskorun til forseta Íslands.
27.2.2011 | 13:28
Nú er farið að nefna Ólaf Ragnar, Lúkas, Jesús og Framsóknarflokkinn í sömu andrá.
Ég ætla nú að taka upp hanskann fyrir Jesús vin minn og biðja menn um að vera ekki að bendla hann oftar við Framsóknarflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn berjast hinsvegar hatrammri baráttu um forseta vorn. Báðir vilja þeir eignast gersemið og er baráttan mjög tvísýn.
Sjálfum finnst mér Ólafur meiri Sjálfstæðismaður í dag heldur en Framsóknarmaður. Það kæmi mér ekkert á óvart þó Ólafur Ragnar byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsþingi.
Ólafur er nefnilega búinn að sjá að hann nær að öllum líkindum ekki kjöri ef hann fer í forsetaframboð einu sinni enn. Það yrði ferkar sneypulegt fyrir hann að enda forsetaferilinn á því að vera hafnað af þjóðinni.
Því skora ég hér og nú á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Óli, viltu bjalli í mig út af þessu máli, ég er með nokkra góða punkta handa þér í þetta plan... þú lest bara inn á talhólfið mitt eða smessar á mig ef þú nærð ekki í mig. (Ég er enn með sama númerið).
.
.
ps - Bjarni Ben. má alls ekki frétta af þessu.
![]() |
Forsetinn er týndi sonurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)