Man. United verða óstöðvandi í vetur

Jæja, þá fer vertíðin að byrja og ekki laust við að maður sé bara verulega bjartsýnn á að mínir menn verði öflugir í vetur.

Sir-inn hefur reyndar ekki verið að kaupa neinar stórstjörnur, enda þarf hann þess ekki... hann bara býr þær til.

Það er fullt af ungum mönnum sem eru einu ári eldri en í fyrra eins og Gibson, Macheda, Danny Welbeck og Mame Diouf... þessir eiga eflaust eftir að vekja athygli í vetur.

Þá virðist Javier Hernandez vera öflugur... gaman að fylgjast með hvernig honum vegnar... um Chris Smalling veit ég lítið sem ekkert en hlakka til að sjá til hans.

Síðan erum við náttúrulega með fallbyssurnar;

Rooney, Brebatov, Owen, Nani, Valencia, Fletcher, Carrick, Park, Vidic, Evra, Ferdinand... og gömlu brýnin; Giggs, Scholes og Neville.

Gleymum svo ekki brasilísku tvíburunum, Fabio da Silva og Rafael da Silva... algjörar hraðlestir...

Þá hef ég enn ekki nefnt harðjaxlana Wes Brown og John O´Shea

Þetta er skuggaleg upptalning... ég á von á léttu og skemmtilegu United liði í vetur... við tökum deildina með stæl og byrjum á að vinna Chelsea á sunnudaginn...

Sendi að lokum baráttukveðjur til vina minna sem styðja Liverpool... verið vongóðir félagar... a.m.k. fram að jólum.
.

 

.

 


mbl.is Park með tvennu í stórsigri Man. Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband