Hundsvit
30.5.2010 | 23:32
Ég var orðinn hálf hræddur um að Je Nes Sais Quoi myndi bara rústa keppninni... það hefði orðið persónulegt áfall fyrir mig því ég var aldrei ánægður með lagið... finnst það hálfgert Júrukúlupopp... en Hera gerði lagið í raun betra en það er með mjög góðum flutningi.
Í Júrovisionpartíi fjölskyldunnar veðjaði hver og einn á lag.
Engin spáði Þýskalandi sigri... en tíkin hún Femína sagði að Tyrkland myndi vinna. Hún tjáði sig um það með því að dilla skottinu meira, já miklu meira en þegar önnur lög voru flutt.
Tyrkland varð í öðru sæti svo Femína vann keppnina hérna í Mávastellinu.
Við hin urðum að bíta í það súra epli að hafa ekki hundsvit á lögunum.
.
.
Hér er svo sigurvegarinn morguninn eftir, hálf dösuð eftir nóttina en alsæl eins og fegurðardrottning eftir krýningu.
![]() |
Svona er þetta bara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)