Ánamaðkaheimspeki
13.3.2010 | 11:19
Jæja, þá er maður vaknaður einu sinni enn eins og stendur í blúskvæðinu.
Ég vaknaði í morgun eins og ég vaknaði í gær og ef ég vakna aftur á morgun þá hef ég vaknað þrjá daga í röð.
Maður er stundum svo ferskur á morgnana í hausnum en núna er ég bara með hausverk... ekki það að ég hafi verið á fylliríi í gær, nei þetta er bara svona óþarfa hausverkur... þrátt fyrir hann hef ég verið að hugsa ýmislegt eins og t.d. hvernig skyldu ánamaðkarnir hafa það... hvernig ætli það sé að vera ánamaðkur og vera alltaf á kafi í mold og drullu... þeir vita ekki einu sinni að það eru að koma Páskar... svo eftir langan vetur þegar greyin langar að koma upp á yfirborðið og kanna ástandið þá eru þeir étnir af hettumávum... hvers konar líf er þetta eiginlega... svo erum við mannfólkið að kvarta undan því hvað við erum blönk.
Já, svona var ég að hugsa í morgun. En núna finn ég að ég er að verða svangur og langar í te og ristað brauð með sveitaosti og ef ég væri ekki í aðhaldi þá fengi ég mér blandaða berjasultu ofan á.
Svo hugsaði ég aðeins um Guð í morgun líka... ég var að spá í af hverju enginn annar en hann heitir Guð... ætli mannanafnanefnd banni það ? En samt má heita Guðfinna og Guðgeir og Guðsteinn og Guðríður og Guðmundur, það verður bara alltaf að vera eitthvað fyrir aftan Guð.
Að lokum vona ég að dagurinn ykkar allra verði góður og ef að eitthvað bjátar á hugsið bara um ánamaðkana.
.
.
Betra er að vera blankur en ánamaðkur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)