Huglaus forseti.
5.1.2010 | 20:33
Ég skammast mín fyrir huglausan forseta.
Hann hugsaði bara um eigin vinsældir en ekki hag þjóðarinnar þegar hann neitaði að skrifa undir lögin í dag. Hann er hluti af útrásarliðinu og hefur hagsmuna að gæta í málinu, enda tekur hann þessa ákvörðun til að reyna að líta betur út í sögubókunum.
Hann brast kjark á ögurstundu til að taka rétta ákvörðum fyrir þjóð sína.
Ólafur Ragnar Grímsson, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tala allir um að nú verði hægt að sætta þjóðina. Eru þessir menn ekki jarðtengdir ?
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bera mesta ábyrgð á hruninu. Fyrst skemma þeir og svo skemma þeir fyrir þeim sem eru að reyna að byggja landið upp að nýju.
Ætlar fólk að láta þá fíflast með sig mikið lengur ?
Ég held að nú verði sundrungin meiri og klofningur þjóðarinnar meiri en nokkur tíma fyrr. Það á að fara að etja þjóðinni saman í kosningabaráttu um Icesave, en málið hefur reynst okkur öllum mjög erfitt hingað til.
.
.
![]() |
Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)