Hver yrkir í gegnum mig ?
15.8.2009 | 11:25
Ég er nokkuð viss um að það er einhver sem yrkir í gegnum mig.
Í morgun vaknaði ég og þá var þessi vísa tilbúin í kollinum á mér.
Ekki gerði ég hana, það eitt er víst, því ég var steinsofandi þegar hún varð til.
Enda skil ég ekkert í því hvert höfundurinn er að fara:
Stirður er á mér skrokkurinn
skakkur og snúinn lokkurinn
Skildi hann hleypa okkur inn
sænski skíta kokkurinn?.
.
Þekkt er að framliðnir drekki í gegnum lifandi fólk. Ég man eftir því fyrir mörgum árum þegar hlustendur voru að hringja inn á útvarpsstöðvarnar í Þjóðarsálina og slíka þætti. Þá hringdi kófdrukkinn maður inn og sagði farir sínar ekki sléttar. Það var verið að drekka í gegnum hann og hann réði ekki neitt við neitt... það heyrðist líka í konu á bak við hann sem sagði að þessi sem drykki í gegnum manninn hennar hefði meira að segja hent henni út í vegg rétt áðan... Þau voru í mestu vandræðum með þennan anda sem notfærði sér eiginmanninn með þessum hætti.
Ég vona að sá sem yrkir í gegnum mig sé ekki mjög drykkfeldur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)