Í sturtunni

Ég fór í sund í kvöld.
Í búningsklefanum og í sturtunni getur maður stundum orðið vitni að fróðlegum umræðum.

Í kvöld varð ég vitni að þessu samtali.

Maður 1 ávarpar mann 2)

"Á morgun eru 141 dagur til jóla". 

(Ég hugsaði lengi um það og hugsa um það enn af hverju hann sagði ekki að í dag væru 142 dagar til jóla???)

Maður 1 heldur áfram og spyr mann 2)

"Ertu búinn með sumarfríið"?

Maður 2 svarar:

"Já en ég á eftir að fara að veiða í nokkra daga".

Það er nefnilega það... að fara að veiða telst greinilega ekki vera sumarfrí lengur.
Maður lærir heilan helling um lífið og tilveruna í sundlaugarsturtunni enda sálin svo hrein eftir gott bað.
.

 Pulsating_SC_Jet_Shower_Head

.

 

 


Bloggfærslur 12. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband