Æ - æ - æ
17.7.2009 | 21:38
Nú fer að kárna gamanið... fyrst var Al-Sjúbbidú-Bratt rænt af gulrótarbændum og nú er búið að taka alla Gíslana líka... hvar endar þetta?
Annars eru nýjar fréttir af Bratti.
Bréf barst frá mannræningjunum :
Landsambandi gulrótarbænda í Bleiksmýrardal hefur borist stuðningsyfirlýsing frá "Svenska visnavennervenskapen"
Svíarnir segja að Brattur hafi móðgað alla Svía með vísangerð sinni þegar hann birti vísuna
"Har du aldrig set foglarna"... soddan mennesker skal mann kun har í morgenmad... eins og Svíarnir orða það í stuðningsyfirlýsingu sinni.
Brattur hefur bætt um betur og samdi þessa sænsku þjóðvísu í fangavistinni.
Vísan fjallar um það þegar maður er í sumarbústað og í heita pottinum og flugurnar eru að gera mann brjálaðan.
Flugarna í pottarna
De er so mange
Flugarna í pottarna
Jeg er so bange
Flugarna í pottarna
er flere en fimme
Flugarna í pottarna
de kann ikke svimme.
Nú krefjast Svíarnir þess að Al-Sjúbbídú-Bratti verði ekki sleppt fyrr en hann lofar að yrkja ekki meira á sænsku.
Meira seinna.
.
.
![]() |
Gíslar í höndum al-Shabab |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)