Stærðin skiptir máli
1.7.2009 | 23:40
Ég komst að því að stærðin skiptir máli. Ég er 183 cm á hæð.
Við vorum að mála gluggana hjá okkur og veggflöt fyrir ofan þá.
Ákváðum að kaupa okkur álstiga til þess að þurfa ekki að leigja stillans og spara með því talsverðan pening.
Ég var mjög glaður þegar ég steig upp í stigann til að máta hvort ég næði ekki alla leið upp á hæsta punkt þar sem þurfti að mála.
En fyrst þurfti að skrapa gömlu lausu málninguna af. Allt gekk mjög vel framan af en svo kom að því að eitthvað óvænt gerðist á þessum góða degi. Ég teigði mig langt í málningu sem ég sá að var laus og reyndi að ná með sköfunni... teigði mig lengra og lengra... en það hefði ekki ég átt að gera. Stiginn féll á hliðina og ég sveif eins og dýfingamaður á Ólympíuleikunum niður í runnann beint fyrir neðan.
Áhorfendur ráku upp (fagnaðar?) óp.
Ég slapp með minniháttar skrámur... en uppgötvaði eftir fallið að stærðin skiptir miklu máli...
Ef ég hefði verið 387 sentimetrar að hæð þá hefði ég ekki þurft að nota stiga og þá hefði ég aldrei dottið.
.
.
En heppinn er ég að vera bara 1,83 cm að hæð, því ef ég hefði ekki þurft að kaupa stigann þá væri ég vís með að hafa keypt kassa af bjór fyrir þann pening og því hefði ég hæglega getað orðið fyllibytta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)