Ostamaðurinn
7.6.2009 | 23:12
Einu sinni var maður sem elskaði osta. Honum fannst hreinlega allir ostar lostæti.
Ísskápurinn heima hjá honum var fullur af ostum. Mygluostum, götóttum ostum, frönskum brúolla ostum, belgískum brúar ostum og ítölskum Cacciocavallo.
Það var ostur í morgunmat. Það var ostur í hádegismat. Það var ostur með kaffinu. Það var ostur með kvöldmatnum og kvöldkaffinu. Ef hann vaknaði á nóttunni sem var eigi frekar mjög algengt, þá fór hann fram í ísskáp og náði sér í ostbita.
Það þarf ekki að taka það fram á þessu stigi málsins en ég geri það engu að síður fyrir lesendur sem gætu átt erfitt með að skilja það, að þessi maður átti enga konu.
Ostamaðurinn hafði aldrei borða vondan ost. Mmm... sagði hann og malaði þegar hann komst yfir nýjan ost... delissíus uss uss uss... mmm...
.
.
En eins og flest ostafólk veit þá fylgir rauðvín oft ostaáti og þessi maður, sem enga konu átti eins og þið hafið nú með heiðarlegum hætti verið upplýst um, drakk mikið af rauðvíni með ostunum.
Hann var því oftar en ekki, þó ég taki nú ekki djúpt í árinni eða djúpristi ekki brauðið meira en þarf, oftast rallhálfur nótt sem nýtan dag.
Þessi saga gæti þess vegna orðið heilt ritverk, bókmenntaverk og tímamótaverk. En hún ætlaði sér aldrei að verða annað en smásaga sem fellur fljótt í gleymskunnar dá og það verður hún hvaða skoðun sem þú kannt að hafa á því lesandi góður.
Þess vegna segjum við ekkert frá vandræðum ostamannsins í samskiptum sínum við skattinn og bifreiðaeftirlitið og heilbrigðiseftirlitið og meindýraeyðinn. Né heldur frá ævintýrum hans þegar hann málaði þakið hjá sér og var í heila viku upp á þaki með ostakröfur og kassa af Goose Ridge.
Þetta var í sömu vikunni og hreinsunarátak var í hverfinu sem endaði með grillveislu á númer 5 og Malla tannlæknisins datt á hausinn og braut í sér framtennurnar.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er ekki alltaf glæta í myrkrinu ?
7.6.2009 | 10:36
Finnst þetta bara gott innlegg í daginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)