Hefjum Lóuveiðar strax !
19.6.2009 | 12:08
Ég held við ættum líka að huga að öðrum dýrum sem eru að éta frá okkur matinn og trufla okkur mannfólkið á allan hátt.
Lóan er mesti skaðræðisgripur og hljóðmengunarvaldur.
Hver kannast ekki við það að vera staddur úti í náttúrunni í blankalogni og sól... þögnin er yndisleg... en allt í einu rífur skaðræðis dirrindí dirrindí þögnina og bókstaflega ærir mann.
Lóan étur síðan fleiri hundruð tonn á ári af allskonar flugum og pöddum sem silungurinn í ánum hefði annars étið. Við veiðum minna af silungi og þurfum því að kaupa meira af pizzum.
Bleikjustofninn í ánum er að hrynja samkvæmt nýjustu fréttum.
Við verðum því að hefja Lóuveiðar strax á morgun annars endar þetta með að hún étur okkur út á gaddinn.
Ég er virkilega orðinn langreiður út í þessa Lóu.
.
.
![]() |
Fyrstu langreyðarnar í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 22.6.2009 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)