Er sólin í fýlu ?

Í gær setti ég upp rúllugardínu til að vakna ekki við það (of snemma) að blessuð sólin skini ekki í andlitið á mér á hverjum morgni.

Þegar búið var að setja gardínurnar upp og rúlla niður þá var nú spennandi að fara að sofa og sjá hvernig svefninn yrði og ekki síst vöknunin.

Ég sofnaði eins og skot þrátt fyrir að vera töluvert spenntur.

En þá hófst merkilegur draumur :

Mig dreymdi að ég var ásamt fleira fólki staddur rétt hjá stóru húsi í framandi umhverfi.
Við höfðum einhverjar áhyggjur af himninum. Það var eins og eitthvað lægi í loftinu. Allt í einu sprakk sólin og niður rigndi litlum stykkjum úr henni í öllum regnbogans litum og eitt þeirra lenti á jörðinni rétt hjá okkur.

Við flúðum inn í stóra húsið hálf skelkuð. Eftir sprenginguna varð himininn mattur. Það var hvorki nótt né dagur. Engin vissi á hverju mætti eiga von. Út um gluggann sá ég hvar fólk í stórum hópum hóf að ganga upp bratt fjall sem var beint fyrir ofan húsið. Mér fannst þetta ekki vera rétt ákvörðum hjá fólkinu og við sem vorum eftir í húsinu ákváðum að bíða átekta og vera eftir.

Daginn eftir (það var reyndar hvorki nótt né dagur) þá tók ný sól að skína og mikil fagnaðarlæti brutust út.

Nú er ég sem sagt vaknaður eftir þessa skrýtnu nótt. Ætlaði að fara að fúaverja smávegis í dag og slá garðinn en það rignir... skyldi sólin vera í fýlu út í mig?
.

 lace-curtain-530

.

 


Bloggfærslur 14. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband