Mikill höfðingi.
17.5.2009 | 13:35
Einu sinni var indíánahöfðingi sem fékk hægðatregðu. Hann sendi þjón sinn til galdralæknisins til að fá mixtúru við þessu.
Þjóninn kom til galdrakarlsins og sagði;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Galdralæknirinn blandaði handa honum seið til að losa stífluna sem þjónninn fór með til höfðingjans.
Daginn eftir kom þjónninn aftur til galdralækninsins og sagði;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Mixtúrann hafði sem sagt ekki virkað.
Galdrakarlinn blandaði nú enn sterkari seið sem þjónninn færði höfðingjanum.
Á þriðja degi kemur þjónninn og er vonsvikinn;
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Svona gekk þetta í nokkra daga í viðbót. Alltaf blandar galdrakarlinn sterkari og sterkari seið en ekkert gengur.
Alltaf kemur þjónninn með sama svarið:
Mikill höfðingi, enginn kúkur !
Galdrakarlinn blandar nú stærri og sterkari blöndu en hann hefur nokkurn tímann gert áður. Ef þetta virkar ekki þá veit ég ekki hvað, hugsaði galdrakarlinn.
Færðu höfðingjanum þetta og láttu hann drekka alla flöskuna í einu, þetta er rosalega öflugt.
Þjónninn fer til baka með mjöðinn en kemur fljótlega hlaupandi til galdrakarlsins aftur og hrópar skelfingu lostinn:
Mikill kúkur, enginn höfðingi !
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)