Tevez með mark ársins.

Þetta var einn af betri leikjum vetrarins. Wigan liðið spilaði vel, voru duglegir og baráttuglaðir... en Manchester United voru einfaldlega betri. Góður samleikur í bland við einstaklingsframtak... Markið hans Tevez í mínum huga mark leiktíðarinnar... hann fer ekki fet!!!

Unun að horfa á þrumufleyg Michael Carrick´s þenja út netmöskvana. Mmmmm... hvað það er gott að halda með United...

Svo er best að landa titlinum í hádeginu á laugardeginum með sigri á Arsenal svo þetta sé bara búið... og við getum einbeitt okkur að úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 27. maí.
.

 Tevez: Came off the bench to equalise

.


mbl.is Man.Utd stigi frá meistaratitlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband