Þetta var enginn vandi.
5.4.2009 | 18:03
Þetta var náttúrulega bara dásamlegt...
Var að lesa um þennan Macheda á Teamtalk í vikunni þar sem hann skoraði 3 mörk með varaliðinu.
Þegar Ronaldo jafnaði þá sagði ég við konuna mína... það væri flott ef þessi Macheda skoraði sigurmarkið... við vorum alveg sallaróleg í sófanum, viss um sigur okkar manna.
Æðislegt að vinna Aston Villa með hálfgert varalið... nú er þetta komið... titillinn er okkar!
Enn einu sinni sýnir Sir Alex af hverju hann er langbestur.
.
![]() |
Táningur tryggði Man.Utd dýrmætan sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Knattspyrnusérfræðingur?
5.4.2009 | 11:03
Liverpool klíkan er alls staðar... Mark Lawrenson Liverpúllari er að reyna að búa eitthvað til um Rooney og Sir Alex sem ekki er fótur fyrir... það kemur svo sem ekkert á óvart að svona "feilskot" komi úr þessari átt...
Skrítið að svona maður skuli vera "knattspyrnusérfræðingur" hjá BBC... þeir sem kenna sig við hlutleysi... Mark Lawrenson skorar þarna sjálfs Mark... af hallærislegu gerðinni...
.
.
Annars heyrði ég í Sir Alex í morgun og var hann í góðu formi. Var búinn að fá sér ristað brauð og te og var að hlusta á píanókonsert nr. 3 eftir Rachmaninoff.
![]() |
Ferguson hafnar rifrildi við Rooney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |