Heiðarlegir drengir?
12.4.2009 | 20:00
En af hverju var Bjarni þá að draga nafn Kjartans inn í umræðuna?
Bjarni B. sagði að Kjartan hefði vitað um styrkina... Kjartan segir hinsvegar að hann viti ekkert um þessa styrki... það sem Bjarni sagði hefði verið "slitið úr samhengi"...
Það má oft og lengi
Slíta úr samhengi
Helmingnum þeir ljúga
og litlaputta sjúga
Heiðarlegir drengir?
.
.
![]() |
Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Upprifjun
12.4.2009 | 11:47
Ég var að skoða hvað ég hefði verið að skrifa fyrir ári síðan á blogginu... fann þá þetta og fannst það bara eiga vel við núna ári síðar;
... það er blankalogn úti núna, vorilmur í loftinu... Skógarþröstur syngur af innlifun á toppi hæsta trésins í götunni... vorið er yndislegt... boðar betri tíð með blóm í haga... en þó þessi vetur hafi verið grimmur... með miklum snjó og hrikalegum hvassviðrum, þá er búið að vera vor hjá mér í allan vetur...
...fallegt, hlýtt, yndislegt vor...
Vor í vetur.
Vindurinn bankaði
kalt á gluggann
inni í hitanum slógu
hjörtun í takt
það skipti ekki máli
hvort það snjóaði
endalaust
raunar áttu þau
enga ósk heitari
en að hús þeirra
fennti í kaf
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)