Helvíti
10.4.2009 | 10:30
Vona að Hermann og félagar haldi sér uppi. Áfram Hermann!
Var að hugsa um allskonar hugtök sem tengjast verkfærum og notuð eru í boltanum.
Vidic kastaði sér fram fyrir Carragher og hamraði boltann í netið.
Rooney negldi boltann í stöng og inn án þess að Almunia kæmi vörnum við.
Ronaldo skrúfaði boltann snyrtilega inn fyrir varnarmenn Arsenal.
Aldrei er sagt; Hann sagaði boltann, enda væri leik sjálfhætt ef það yrði gert.
Svo er talað um útherja... var aldrei talað um innherja í fótboltanum?
Þá er ég með nýstárlega hugmynd; það gætu verið tvær tegundir af víti í fótboltanum.
Bara víti eins og við þekkjum það í dag sem þá er dæmt fyrir væg brot innan vítateigs, s.s. hendi. En svo yrði önnur tegund, helvíti, sem dæmt yrði á grófari brot. Helvíti yrði þá helmingi nær markinu og dómarinn yrði settur í markið. Hvernig líst ykkur á?
Og svo að lokum ein af mínum uppáhaldssetningum:
Hann var góður eftir að hann kom inn á. (það er eiginlega ekki hægt að vera góður ef maður er ekki inn á, huh)
.
.
Brattur, góður eftir að hann kemur inn á.
![]() |
Hermann: Fell ekki í fimmta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |