Heiglar
24.3.2009 | 19:49
Nú skulum við snúa okkur að íslenskunni.
Flestir kannast við orðtækið "Það er ekki heiglum hent"
Á ég að segja ykkur hvaðan það er upprunnið?
Jú það er þannig að á lítilli eyju sem heitir Marabara býr fólk sem hefur rosalega gaman af því að henda öllum sköpuðum hlutum.
Það tekur bara allt lauslegt og hendir því í ruslið eða bara út í buskann. Þess vegna er ekkert lauslegt til á Marabara, engir kettir og engir hundar.
Þó er það eitt sem má alls ekki henda á Marabara, en það eru Heiglar. Og hvað eru eiginlega heiglar, kunnið þið að spyrja. Heiglar eru litlir álfar sem búa á Marabara. Þeir búa við lækjarbakka og eru alltaf sprækir og skemmtilegir. Þeir eru heilagir eins og kýrnar á Indlandi.
Fólk trúir því að ef Heilglum er hent, þá muni Marabara sökkva í sæ.
Á heimilum okkar á Íslandi erum við með "Drottinn blessi heimilið" upp á vegg í fallegum ramma.
Á Marabara eru þeir með innrammað upp á veggjum í öllum herbergjum.
"Það er ekki Heiglum hent"
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)