Ég er fúll
22.3.2009 | 10:27
Eins og oft áður erum við Sir Alex og Sir Brattur hjartanlega sammála... .spjaldið sem Rooney fékk var óskiljanlegt... hann henti boltanum í áttina að þeim stað sem átti að taka aukaspyrnuna... skiptir máli hvort boltanum var hent fast eða laust... má þá ekki alveg eins dæma af mark þar sem boltanum er skotið of fast í markið?
Dómarinn var ekki sjálfum sér samkvæmur í þessum leik. Í leiknum var dæmd aukaspyrna á Fulham. Leikmaður Fulham spyrnti boltanum langt í burtu eftir að dómarinn hafði flautað. Hann komst upp með það... ekkert spjald... það er ekki sama hver er... sér Jón eða séra Liverpool...
En ekki ætla ég að kenna dómaranum um tapið... það pusar bara pínulítið á United bátinn í augnablikinu...
En við munum sigla lygnan sjó í átt að Englandsmeistaratitlinum þó að blási á móti í dag.
Sir Brattur kveður og hefur ákveðið að vera Fúll-ham til hádegis.
.
.
![]() |
Ferguson æfur vegna rauða spjaldsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |