Hvað eruð þið að pæla?

Það er svo margt sem maður hugsar ekkert út í... nú, kunnið þið að spyrja... eins og hvað?

Hafið þið t.d. hugsað út í það hver það var sem fann upp rörtöngina?

Vissi það, þið hafið bara aldrei pælt í því.

Hafið þið einhvern tímann hugsað út í það hvernig blýið er sett inn í blýantana?

Vissi það, þið eruð aldrei að pæla í blýöntum... haldið þið kannski að þeir fæðist bara svona? 

Af hverju hefur drullupollum fækkað á Íslandi svo þeir eru nánast í útrýmingarhættu?

Vissi það, þið eruð bara ekkert að pæla í drullupollum.

Þá spyr ég; hvað eruð þið eiginlega að pæla???
.

 Plummer

.

 


Bloggfærslur 21. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband