Tærnar og hælarnir

Gott kvöld,

Nú hefst þátturinn "Býr bavíani hér"... þáttur í anda Sherlock Holmes þar sem stækkunarglerinu er beint að orðum og orðtökum.

Tölum örlítið um orð sem tengjast búknum okkar;

Oft er talað um að hæla einhverjum? Ég verð nú að hæla þér fyrir dugnaðinn Dengsi minn.

Svo er talað um að vera á hælunum og þá er ekki hægt að hæla manni vegna þess að þá er maður með allt niður um sig.

Þá er talað um að vera á tánum... mér finnst ég alltaf vera á tánum en á sama tíma er ég á hælunum líka.

Svo er maður á herðablöðunum þegar maður hefur fengið sér einum og mikið í tána. Undir slíkum kringumstæðum hafa Íslendingar oft gefið hvor öðrum kinnhest eða jafnvel einn á kjammann.

En svo hefur vafist fyrir mér orðið bumbult, átta mig ekki alveg á því hvort og þá hvernig það tengist líkama okkar.

En kannist þið við skylt orð, bumbuull... ?

Jú, bumbuull er þessi illræmda naflaló sem var í fréttunum fyrir stuttu.

Þættinum er lokið.

Brattur, alltaf með tærnar rétt hjá hælunum.
.

 SherlockSmall

.

 


Bloggfærslur 2. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband