Sá sem bjó til íslenskuna

... rosalega er það skrítið að tala um að "sofa yfir sig"... hafið þið pælt í þessu... og svo borðar maður líka yfir sig... það er eins og maður sé alltaf á lofti fyrir ofan sig...

Það er ekki nema von að maður sé undarlegur.

... en svo pissa litlu börnin undir... sá sem bjó til íslenskuna hefur örugglega ekki viljað segja að þau pissuðu yfir sig... ég er honum þakklátur fyrir það.


Annars finnst mér að sá sem bjó til íslenskuna hafi að mörgu leyti staðið sig býsna vel. Samt má finna að ýmsu... hann notar t.d. orðið hljóð einkennilega...

Dæmi; Ræðumaður þakkar gott hljóð... sem þýðir að ekkert heyrðist í áheyrendum... en svo allt í einu brotnar flaska og þá segir einhver; hvaða hljóð var nú þetta?

Er þetta ekki svolítil fljótfærni hjá þeim sem bjó til íslenskuna?
.

 broken%20wine%20bottle

.

 


Bloggfærslur 10. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband