Skemmdarverk sjálfstæðismanna

Ég ætlaði nú ekki að gera þessa síðu að hvalasíðu, en blogga nú í þriðja skiptið á stuttum tíma um hvalveiðar.

Hún er skrítin tík þessi pólitík. Í miðri kreppu, þar sem mikil vinna og orka fer í það að leysa úr vandamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, þá er lítil hvalveiðideila í uppsiglingu. Eða allavega eru menn að eyða tíma sínum í það að karpa um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar.

Að mínu viti sýndi Einar Kr. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegsráðherra af sér grófa hegðun þegar hann heimilaði hvalveiðar augnabliki áður en hann hætti.

Einar Kr. sýndi hið rétta andlit sjálfstæðismanna og misnotaði vald sitt til að gera eftirmanni sínum og nýrri stjórn grikk. Kastaði kvikindislegri sprengju sem eingöngu var til þess fallin að trufla nýja ríkisstjórn við vinnu sína.

Þetta er svo týpískt sjálfstæðis eitthvað...

Ég hef aldrei skilið þá sem kjósa sjálfstæðisflokkinn... og hélt eftir að sjá aumi flokkur kafsigldi þjóðarskútuna að ekki nokkur sála myndi kjósa hann aftur... en svo virðist sem að enn sé fólk sem ætli að setja x við dé-ið...

Hvernig í ósköpunum er hægt að kjósa flokk sem hefur farið svona illa með fólkið í landinu?


mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband