Sjoppan og dúfan

Þær geta verið varasamar þessar heiðar um hávetur.  Keyrði fjallveg í dag sem heitir að ég held Vatnsskarð eystra... falleg leið en veður geta verið válynd... í byggð var rigning en upp á há skarðinu var brjálaður skafrenningur og blinda...

Þegar ég kom niður var ég þyrstur en var ekki með neitt að drekka, var þá þessi sjoppa ekki á   leiðinni og það var greinilega OPIÐ...
.

 Sjoppa

.

Áður en ég lagði af stað spjallaði ég lítilsháttar við þessa fallegu dúfu... hún kvaddi mig með þeim orðum að ég skyldi ekki hafa neinar áhyggjur, ég kæmist alla leið þrátt fyrir vetrarhörku...

Með það veganesti lagði ég í hann...
.

Dúfan

.


mbl.is Tafir á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband