Reiknisþraut
14.12.2009 | 23:08
Það eru allar tölur svo stórar í dag en sumar þó litlar.
Las það í símaauglýsingu að maður getur eignast 160.000 vini... prísa mig eiginlega sælan að eiga ekki svo marga vini.
Ef ég keypti jólagjafir handa þeim öllum og hver gjöf kostaði 1.000 kr. þá myndi ég eyða 160.000.000 milljónum í jólagjafir. Heppinn er ég að eiga fáa vini... það er svo miklu ódýrara.
Og talandi um litlar og stórar tölur þá var það í fréttunum að fótboltafélagið West Ham kostaði bara 10,6 milljarða íslenskar krónur. Svipuð upphæð og Búnaðarbankinn var seldur á fyrir örfáum árum... þetta eru nú bara smáaurar... það er ekki fyrr en maður heyrir orð eins og "þúsundmilljarðar" að maður leggur við hlustir.
Og enn um tölur. Fyrrverandi vinur minn Christiano Ronaldo gerir 3.000 magaæfingar á dag enda sést það á naflaumhverfi pilts.
Ég er nýbyrjaður að gera magaæfingar eftir laaaaaaaaaaaaaaannnnnnnnnnnnnngggggggtttttt hlé.
Ég geri 30 æfingar á dag og byrjaði í gær... þetta tók mig 5 mínútur... ef ég næ að komast upp í 3.000 æfingar á dag eins og Ronaldo fyrrverandi vinur minn, hvað tæki það mig þá margar mínútur eða klukkustundir ?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)