H karl
10.12.2009 | 23:47
Eins og alþjóð veit þá er ég ekki meira hræddur við neitt eins og hákarla.
Þó hef ég borðað hákarl en hákarl hefur aldrei borðað mig. Þetta sem hrjáir mig held ég að sé kallað fóbía.
Þegar ég er að synda í sundlaug þá kemur það fyrir að ég sé skugga bregða fyrir og er næstum því viss um að þar er hákarl á ferð.
Einu sinni var ég valinn í Olympíulandsliðið eftir að hafa forða mér frá hákarli í Laugardalslauginni. Ég útskýrði hinsvegar fyrir hinum tékkneska Vladimir Stanislav landsliðsþjálfara að ég gæti ekki komið með á Olympíuleikana því ég synt bara svona hratt þegar hákarl væri á eftir mér.
Það er enn allt fullt af Icesave í útvarpinu þegar maður opnar það... minnir mig svolítið á Víetnam í denn... en þá mátti maður ekki opna gula ferðaútvarpið án þess að heyra hvað margir hefðu fallið þann daginn í Víetnam... en svo eftir nokkur ár verðum við næstum því búin að gleyma Icesave...
Ég meiddi mig á fingri í dag... var að bera þunga kassa og klemmdi einn puttann á mér illa... þetta var baugfingur vinstri handar... en svo þegar leið á kvöldið þá var allur verkurinn í löngutönginni... Þá komst ég að því að ég get gert mistök... ég hélt ég hefði meitt mig á baugfingri en svo reyndist þetta vera langatöng eftir allt saman... svona getur maður verið mannlegur...
Ég bið íslensku þjóðina afsökunar á þessum mistökum.
.
.
Í næsta þætti mun ég gagnrýna nýtt ljóð eftir sjálfan mig sem heitir Þjófabálkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)