Bakkabræður eru ættaðir frá Ólafsfirði !

Ég var að fletta í bókinni Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri eftir Jón Árnason. Rakst ég þar á mjög athyglisverðan kafla um ævilok Bakkabræðra.

Hefst nú frásögnin;

Ævilok tveggja bræðranna, Eiríks og Jóns urðu að annar þeirra dó í hrísbyrðinni, en af hinum beit hákall handlegginn og varð það hans dauðamein. Þriðji bróðirinn, Gísli, drukknaði í Stafá, þar sem nú heitir Gíslavað. Enginn maður annar hefur svo menn viti drukknað í þeirri á sem er mjög lítil og aðskilur Fljót frá Sléttuhlíð. Fjórði bróðirinn, Þorsteinn, maður einsýnu Gróu, bjó á Bakka til elliára.

Sumir segja faðir bræðranna hafi heitið Björn Ingimundsson, ættaður úr Ólafsfirði og hafi búið á Bakka nálægt 1600.

Sagt er að kona Gísla hafi heitið
Anna Smile

.........................................................................................................................................................

Það er margt fróðlegt og skrítið í þessari frásögn. Í fyrsta lagi að Bakkabræður heita samkvæmt þessari sögu Gísli, Eiríkur, Jón og Þorsteinn. Það hef ég aldrei heyrt áður.
Í öðru lagi að þeir bræður eru ættaðir frá Ólafsfirði. En það kemur nú svo sem ekki á óvart.

Svo vissi ég ekki að Gísli hefði átt konu og með þessu ljómandi fallega nafni líka.
.

 gehfotl

.

 


Bloggfærslur 31. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband