Konur sem hata karla.

Ég hitti kunningja minn á förnum vegi um daginn.

Hann fór að tala um mann sem  hann þekkir.  Gefum kunningjanum orðið:

Hann er búinn að vera svakalega veikur, með krabbamein og löngu hættur að vinna þess vegna.

Konan er náttúrulega farin frá honum eins og við mátti búast, því það er vísindalega sannað að konur yfirgefa frekar menn sína ef þeir veikjast heldur en að karlar yfirgefi konur sínar ef þær veikjast.

Ég varð hálf klumsa enda kann ég ekki skil á öllu sem er vísindalega sannað.

Ég dirfðist samt að spyrja; Er það virkilega vísindalega sannað ?

Já, vinur minn það er sko vísindalega sannað svaraði kunninginn með mikilli áherslu á "vísindalega".

Fyrirfram hefði ég haldið að þessu væri öfugt farið.

.

538px-Man-and-woman-icon.svg

.


Bloggfærslur 20. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband