Framsókn að klikka
30.1.2009 | 18:27
Það er komin smá jákvæðni í almenning í landinu og von að kvikna í brjóstum um að nú fáum við betri og sanngjarnari ríkisstjórn sem muni stjórna landinu fram að kosningum.
Stjórn sem mun ekki byrja á að skera niður kjör sjúklinga og eldra fólks, heldur forgangsraða niðurskurðinum þannig að þeir sem minnimáttar eru verið ekki fyrstir.
Stjórn sem mun taka á vanda heimilanna að festu... gera róttæka hluti til að koma til móts við fólk sem skuldar mikið og er að missa heimili sín.
Eftir að hafa heyrt í Jóhönnu og Steingrími J. sýnist manni einnig að það eigi að tala við almenning í landinu og láta hann vita hvað er að gerast á stjórnarheimilinu á hverjum tíma.
Framsóknarmenn eru hikandi... áttu þeir ekki frumkvæðið að því að þessi minnihlutastjórn er nú í burðarliðnum? Ætluðu þeir ekki að styðja hana?
Eru peningamenn að þrýsta á hinn unga formann sem hingað til hefur staðið sig vel? Ef hann hleypur undan skaftinu núna á Framsókn sér aldrei viðreisnar von.
![]() |
Ný ríkisstjórn eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |